Tíst ....

... Það er gott að tilla sér á sálarstrengi og hugleiða farin veg, hugleiða stundina og leiðina er við tökum.  Lítilll fugl á örfínum þræði lifsmarka, dregur andann og fyllir líkamann orku dagsins. 

Rósin eina, hin er vex, lifir í jarðvegi moldar er þarnast vökva, ástar og alúðar.  Lífsneystinn, teygir anga sina og sendir sætan ilm til að gleðja þig.  Rósin er býr í hjartanu er heimili hennar, hún, hin sanna er gengið hefur veginn.  Hún er litrík og ljúf, jafnframt grimm og hrjúf.  Nærveran sú ljúfasta í heimi, ég elska þig, ég elska lífið og ljósið er varpar skuggann í litbrigði verunnar.

Og svo kom föstudagurinn og konan vaknaði af værum blundi.  Var til í að sofa lengur þar sem sálin hafði verið við garðyrkjustörf í draumaheimi.  Falleg tónlist og ilmur drauma reyndi allt til að ná konunni niður.

Rjúkandi kaffi og krakkaknús kom henni af stað.  Konan átti stefnumót, sinnti viðskiptavinum og fór í eftirlit.  Næsti viðskiptavinur beið og gekk allt eins og í sögu.  Við spáðum og spekuleruðum, fengum okkur "cortado" stuttan kaffi borið fram í litlu glasi með ögn af mjólk.

Sólin steikti okkur og við spjölluðum um heima og geima.  Það er gaman að vera með góðu fólki.

Dóttlan mín átti sweet 16 afmæli í gær og við vorum búnar að ákveða að brýna eyðsluklærnar, fara að verzla.  Ef þið bara vissuð hvað gamli kroppurinn er þreyttur núna.  Mér leið eins og hrægarmi þar sem ég skoppaði á eftir ungu dömunni.  Það var mátað og mátað, mátað örlítið meir.  Fallegast jakki og eitt og annað rataði í innkaupapokann.  Enn eru útsölur og hægt að finna margt vandað ef hugkvæmnin er til staðar!

Það verður dagur 2 í shop því við fengum ekki allt í afmælispakkann Heart

Dagurinn hefur liðið ótrúlega hratt og myrkrið heldur þétt um okkur, Eurovisionpakki með kvöldinu.  Hitti konu sem starfar hjá bæjarráði og hún bauð okkur að koma og fylgjast með útsendingu á vinsælum bar hér í bænum okkar "Orbita".  Það er nefnilega stúlka úr bænum okkar er keppir um þátttöku Spánar í kvöld.  Er löt, held ég verði heima!

Styttist í draumaheim og hjartans tíst.

InLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Rósir eru mitt uppáhald - sem og þú

Hrönn Sigurðardóttir, 23.2.2011 kl. 13:58

2 Smámynd: www.zordis.com

www.zordis.com, 4.3.2011 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband