Af englum og kristnum mönnum ....

Dóttir mín fermdist fyrir tæpum 3 árum ef mér skjátlast ekki.  Sannast hér með að tíminn líður á ógnarhraða, ég eldist ekkert miðað við nágranna mína, starfsfélaga og aðra sem hafa áhrif á kerlinguna mig.

Barnið í mér var að teikna og að þessu sinni gerði ég fermingarbörn.  Börn í vorbúningi og munu heita fermingargjafakort ef prentarinn minn virkar.  Er komin með tilboðin, líst bara vel á og mun að flestum kosti taka 2 gerðir af Drengur og 2 af stúlkur. 

Drengur

     Drengur Akrýl á pappír

Stúlka

 Stúlka Akrýl á pappír

Það viðurkennist að Canon skannarinn er ekki með bestu lýsignuna á lit né útlínum. 

Vorið er í senn fagur og yndislegur tími þrátt fyrir að kvef og kuldi vefji sig í lúnum kroppnum núna. 

Ég hlakka til að hlusta á Dr. Hay á heimleiðinni.  Ætla að gera nokkrar prufur í kvöld og svo er að skella því sem á að fara til prentaras í lok vikunnar og þá verður nú fjör.  Hlusta á innra hjartalag og finna þá trú sem hefur borið mig fram til þessa.

Allar blómabúðir, gjafabúðir og aðrar smávöruverslanir.  Ótrúlegt úrval af fallegum tækifæriskortum.  Hafðu samband þetta er þinn dagur.

Heart Líka þú Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Beið eftir þessu ávvstin

Solla Guðjóns, 6.2.2007 kl. 15:12

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

'Eg hef samband. Hurru? Ein spurning. Þegar þú selur kortin þín fallegu í verslanir..prentaru þau bara sjálf heima?  Ég er með töluvert af sniðugum kortum sem ég hef verið að spáí að selja í verslanir. Hvað kostar eitt svona kort?

Og ein spurning til viðbótar. Það er svo margt sem ég veit ekki enn.

Hver er Dr Hay? Louise L Hay?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.2.2007 kl. 15:26

3 Smámynd: www.zordis.com

Ollasak, það eru fleiri dæmi.  Ég set svo bara 2 plús 2 í prent. 

Katrín, Ég fer með þetta í prentsmiðju, kort, umslag og selló ... og límmiði með logoinu mínu.  www.zordis.com.  Ég gerði öll brúðarjólakortin mín sjálf + prentaði á HP  "that was then" en til að fá glansinn og umbrot þá er betra að fara í prent og svo sitja börnin mín og aðstoða við að pakka.  Eitt kort í vinnslu er vel þess virði   Já, Dr. Hay er Louise,  hollt að hlusta á hana inn á milli!

www.zordis.com, 6.2.2007 kl. 15:33

4 Smámynd: Margrét M

þú ert hugmyndarík með eindæmum ..falleg kort

Margrét M, 6.2.2007 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband