6.2.2007 | 19:23
Ásjóna þín lýsir ...
talandi um ljós þá er litli engillinn minn lasinn. Hann er á sjöunda ári þessi litli hleifur og var eins og vænsta miðstöð í nótt. Pabbi var settur út á kant svo mamma gæti klórað bakið hans, svo mamma gæti strokið litla kroppinn sem var svo ýkt heitur! Barnalæknirinn í bænum, hef ekki mikið álit á þeim nýja en það er dapurt þegar barnalæknirinn sem þú ert svo ánægð með er farinn, floginn eða flúinn!
Ég mátti alveg segja mér þetta að eitthvað væri að gerast þar sem alheimsvitundin hefur verið galopin. Eitthvað sem ég hef ekki lagt hlustir við lengi, svo allt í einu fer maður að sjá sýnir, sjá eitthvað sem ekki er til, eitthvað sem enginn vill viðurkenna nema þú! Já, þú sem veist af að við erum alldeilis ekki ein á þessum ljósa punkti lífs.
Ég skoðaði síðu ástkærrar vinkonu minnar og fann fyrir svo miklum söknuði, hugsanlega vegna fjarlægðarinnar við hana og að geta ekki sýnt henni stuðning minn í þeirri nærveru sem er hvað notalegust. Dreypa á kaffi saman og hlæja að hvor annari. Ég sendi þér hlýjan faðm elsku vinkona ..... í draumiheimi sem dreymnum heimi, við ætið fylgjumst að .....



Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:37 | Facebook
Athugasemdir
Æ hvað það er gott að koma hingað.
Maður finnur bara kaffi ilminn og hlýjuna streyma á móti sér. Vona að litla kút batni fljótt.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.2.2007 kl. 19:37
Æj Takk, hann var að koma til mín uppfullur af aumingjaskap! Vona að hann fari að ná sér .... hann er eitthvað að koma til því hann er farinn að skipa fyrir. Ekta Ljón!
www.zordis.com, 6.2.2007 kl. 19:42
Sendi batakveðjur yfir hafið.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.2.2007 kl. 22:20
Góðan bata. Það er mikil hlýja á þessari síðu. Takk fyrir hana.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.2.2007 kl. 22:25
batakveðjur úr djúpinu
Ólafur fannberg, 6.2.2007 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.