7.2.2007 | 22:59
þegar orðin særa ...
Án þess þó að þau séu sögð í andlitið á þér. Hugsast getur að þú hafir misskilið sneiðina. Hugsast getur að svo margt en engu að síður svíður þig orðalag og aðfinnslur.

Guðsmildi að við erum mennsk og höfum ákveðinn rétt að haga okkur þannig en það er alltaf gott að muna; Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Þetta ætti að eiga við bloggheima sem aðra heima er ég mun reyna að temja mér eftir fremsta megni. Ferlegur vælukjói, en hver hefur sína lífsspeki er jafnan skildi virða.
Viðkvæmni eða væll er svo allt önnur ella, enginn er fulkominn ekki neinn.

Ég ætla að elska eins og ég hafi aldrei verið særð.


Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Veistu að svo oft hef ég hugsað um að hefna mín. Svo stoppa ég..þó ég hafi haft að því er að mér finnst MJÖG góða ástæðu til að vera ill. Og segi við sjálfa mig. "Ég þarf ekki að vera ömurleg þó aðrir séu það" Og með því hef ég staðið.
Ég má bara halda áfram að vera ég. Í mínum kærleika. Og leyfi engu eða engum að tufla þau áform mín.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.2.2007 kl. 23:26
Þetta eru góð orð og að sjálfsögðu á aðgátin við í Bloggheimum sem annarsstaðar.
Lisa (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 00:25
GJ - Reiðin skemmir mikið og gott er að hemja sig eins og þú lýsir. Það hefur reynst vel þegar sálartetrið er ekki alveg upp á sitt besta!
KSB - Hefndin kemur margfalt til baka þótt maður telji sig hvítan, rétt og best er að lifa í sínum eigin kærleiksheimi. "hef nú fengið að kenna á því að vilja lifa í mínum prinsessuheimi"
L - Já aðgát er aldrei of varlega farin og kanski hvað mikilvægust þegar orðin liggja eftir á prenti. Maður ætti kanski alltaf að skrifa niður orðin áður en maður segir þau
Símaþjónustan væri með því 
!!! Knús á þig
www.zordis.com, 8.2.2007 kl. 00:35
Risastórt knús á þig
Elín Björk, 8.2.2007 kl. 08:01
Hæ zoti....afhverju ertu svona langt fyrir neðan
Skrifa á blað segir þú ummm ég væri þá lílega bara í því að skrifa og rífa blöð alla daga.Tungan mín er svo fljót að tala að hugurinn hefur oft ekki við henni....er alltaf að vanda mig að segja ekki einhverja bölv....vitleysu

Solla Guðjóns, 8.2.2007 kl. 09:11
Helv... hann gjónsson kom mér til að grenja áður en ég gat sagt það sem ég ætlaði að segja hérna!! Og núna er það of seint.... ég man það ekki lengur.. en það var örugglega eitthvað mjög smart
Heiða B. Heiðars, 9.2.2007 kl. 01:34
Það var örugglega eitthvað ótrúlega viturt og smart......ég er alveg viss að GJons sé hinum megin bölv línunnar líka
www.zordis.com, 9.2.2007 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.