21.9.2011 | 12:41
Sérð þú svoleiðis ....
Hann sat og horfði á mig og sagði kíminn, brosandi með bæði augun lokuð hálfgrettur doktorinn sjálfur "já, sérð þú svoleiðis" Ég sat andspænis og svaraði, þú meinar framliðna? Ja, ég sé ekki svoleiðis svaraði hann en þú? Já, ég sé svoleiðis og til að útskýra það enn nánar þá er það eins raunverulegt fyrir mér og þú ert hér.
Ég nefndi það að sjálfsögðu ekki að þeir framliðnu væru með opin augun og alveg ógrettandi sig. Ég sat þarna og ræddi málin við taugalækninn sem leitaði skýringa á óráði konunnar. Skítt með blóðtappann sem hafði skotið sér, ekki einn heldur 4. Þeir eru bara litlir en segðu mér, talaðir þú við "þá" ??
Já, ég gerði það svona eins og þú og ég nema hvað að þeir voru á mína vinstri hönd og höfðu augun opin, og já ég þekkti þau öll og ég var ekki hrædd. Þau voru 6 saman komin en við komuna á spítalann komu 2 til viðbótar að ath. hvort ég væri nú ekki í lagi. Já, þú meinar sagði hann og brosti.
Ég brosti á móti, þótti samt þessi stimpill vera á mér "she´s fucking crazy" .... Við frekari grennsl og gruffl í annari rannsókn sá ég að ég var álitin fjarri sjálfri mér eða með óráði og ofskynjanir.
Hefði verið nær að senda mig á geðdeild í stað þess að koma mér út úr einangrun með sjúkdómsgreininguna "líklega flogakast" ....
En þetta snýst ekki um mannleg mistök né fordóma gagnvart þeim sem trúa eða trúa ekki. Ég hef mína trú, sé það sem ég sé hvort sem það er ofskynjun eða óskhyggja á aðstæður. Ég trúi því að það sé eitthvað miklu meira í þessum heimi heldur en þessi hversdagslegi pikkles sem við nefnum líf. Burt séð frá því að við eigum að dásama augnablikið og lifa til fulls með skynseminni og siðferðina að leiðarljósi.
Ég legg mína sálu í þína
Það hlýtur að vera eithvað svo miklu meira er bíður, ekki það að ég ætli að festa mig í því sem verður í nánustu framtíð. Ég telst góð ef ég næ að skipuleggja daginn.
Líkar vel að leika af fingrum fram og bregðast við deginum eins og hann birtist. Líklega eins og mörgum öðrum.
Það er mitt mat að nauðsynlegt er að trúa, vona og halda í kærleikann. Þá ættu flestir okkar vegir að færir. "Ég get, ég skal, ég vil". Þú ert ljósið í þínu lífi og gerir það sem þú vilt. Stundum tölum við um það, stundum ekki. Sumt langar okkur að deila með öðrum og annað ekki. Við viljum kanski forðast hvað öðrum þykir en wott ðe fokk ... Lifum lífinu eins og við erum. Gul, rauð eða dásamlega öðruvísi og hinsvegin. Við erum öll jafnvíg og mikilvæg þegar kemur að stóra ferðalaginu.
Við getum skreytt og bætt í svo framarlega sem sagan verður góð. Ef sagan er góð þá er allt leyfilegt! Í dag hitti ég konur á förnum vegi, ég held að það hafi ekki verið tilviljun, litlar hendingar sem við kjósum að kalla það sem okkur hentar. Aðra hafði ég séð áður og hún kom og kyssti mig á kinn. Hina hafði ég aldrei séð áður, man það allavegana ekki. Mér leið vel enda bara góðir straumar.
Sæt í kvöld
Um að gera að halda í sætuna í sér og alveg spurning að lakka nokkrar neglur. Veit ekki með rauðar en í versta falli glærar.
Það er lágmark að mínu mati að hafa augun opin þegar þú talar við fólk, eða hvað finst þér?
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:50 | Facebook
Athugasemdir
Þórdís já 4 blóðtappar við heila hljóma ekki eins spennandi og þessir gæjar þínir að handan, en menn spyrja sig hélt viðkomandi doksi að þú værir orðinn sjáandi miðill vegna þessarra blóðtappa, eða var það aukaatriði. Ég hef fordóma, þeir fordómar eru að ég tel mig þurfa vera vel heilbrigðan karlmann (huga að kynskiptingu) ef ég verð veik. Hef einmitt oft á tilfinningunni..." já þessi einstæð og svona leiðist og vantar athygli týpan" setjum hana á prósakk...já farið í mál við mig, en ég súa þá til baka.
Guðlaug Björk Baldursdóttir, 22.9.2011 kl. 15:25
Prósakkkk hljómar vel í mín eyru núna .... Náði mér í hvíld uppúr 1700 og er betri.
Vagínupower er eitthvað sem við þurfum að virkja darling
www.zordis.com, 22.9.2011 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.