Skyggnst aftur í tímann ....

... Stórfurðulegt eða skrítið.  Veit ekki hvort það er kanski hvorugt Whistling

Spádómar og spekuleringar eru vissulega skemmtilegar þó maður lifi lífinu eftir öðrum og hefðbundnari leiðum.  Ég hef svo of heyrt sagt, en spákonan sagði að, "þetta eða hitt".  Soldið spes en hver lifir eftir því sem honum einum er lagið.

Ég var að glugga í eldgömul blogg frá annari tíð, frá þeirri tíð er ég var hávaxin, grönn og ógeðslega sæt.  Ég var sem sagt sæt sem ég er ennþá, hávaxin = (lygi) og grönn sem er sennilega hugtak hverju sinni því við konur deilum því sennilega allar að vera aldrei nógu svona eða hinsegin.

Boðskapur hugsana er eitthvað sem fylgir okkur, eitthvað sem við getum kennt börnunum okkar og innleitt það góða og jákvæða.  Það er engin spurning hvað allt verður léttara þegar hugurinn reikar á þessa jákvæðu hlið lífsins.  "Spyrnan er hvergi eins góð eins og á botninum"  jafnframt súrefnisþörfin sjaldan eins mikil. 

Þegar hjarta þitt er tómt þá skaltu fylla það með kærleik og ást!

  ".....gaman að hafa brosið sitt og geta staðið upp og sagt hei, hér er ég og ég er sátt við sjálfa mig og ér er sátt við allan heiminn.  Ég er nefnilega hamingjusöm ......."  * 2005

Í framhaldi af þessu spekuleraði ég hamingjuna og það hugarfóstur sem hún er.  Hamingjan eru þær hundrað hugmyndir um gleði, úrlausnir og þjáningu, hún er nákvæmlega það sem þú gerir hana og það sem þú vilt með hana.  Hamingja mín yrði tæplega þín og "omvent" ..... 

Boðar líf, trú og von
 Olia 46 x 65
Birti hér eina af ástríðum mínum sem eru málverkin og málaralistin, ástæðan fyrir hrafna ástini minni er tenging til fyrri lífa.  Ó, já!  Rauneruleiki eða flótti er svo annað mál.  Hrafninn er rakinn inn í trúarlegt gildi fyrri heima og hann hefur ávallt fylgt mér sem sérstakt tákn.  Ég hef ánægju af því að mála hann og finst hann fagur.  Hljóðin eru römm en það eru líka taugarnar. 

Sæl og sátt á lyfjum ...... þó ekki sterkum né ávanabindandi

W00t
G-Óða helgi
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Björk

Ég held ég þekki þig bara af þessu.... sæl og sátt við allt og alla :)

Knús á þig fyrrum sjúklingur ;)

Elín Björk, 9.2.2007 kl. 20:02

2 Smámynd: www.zordis.com

Það er margt meira en brosið sem bræðir hjartað.  Jóna Ingibjörg, þetta er fallega sagt!  Frá Madrid sendi ég rósirnar en ég bý í Alicante   Það eru þessar stundir sem gefa þér undir fótinn!

Elín þegar góður hittir góðann þá verður útkoman betri

GJ það er alltaf dásamlegt að og spennandi að lesa frá þér innlitið

Segið svo að bloggvinir hafi ekki áhrif! 

www.zordis.com, 9.2.2007 kl. 21:34

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég elska krummana mína sem mikið er af fyrir utan gluggana. Gef þeim gott að borða við hvert tækifæri ... þeir fengu t.d. restina af þrettándamatnum, kjöt, kartöflur og brauð. Reyndi að fleygja því eins langt frá svölunum og ég gat því þeir koma ekki of nálægt húsinu. Þú ert snilldarmálari, stelpa!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.2.2007 kl. 21:42

4 identicon

Krummamyndirnar eru meiriháttar  já, það er gott að vera jákvæður.

Lisa (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 21:46

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta er svona staður að koma á sem gefur manni pláss til að vera.

Bara eins og maður er. Þarf ég að segja meira?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.2.2007 kl. 22:03

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Það er alveg rétt hjá þér að maður þaf að hafa góða spyrnu lit að ná góðri spyrnu,hvort það ´se botninn eða eitthvað annað þá er það málið að spyrna oft allavega þegar maður má til

Knús á þig.

Solla Guðjóns, 10.2.2007 kl. 00:02

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Veistu það Zordis, það er verulega sálarbætandi að kíkja til þín. Myndirnar þínar eru mjög inspírerandi, vildi gjarnan sjá þær á sýningu á vegg. Þú lætur okkur bloggvini þína vita, ef þú setur upp sýningu í höfuðborg norðurhjara.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.2.2007 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband