Grammsað upp úr gömlu kofforti .....

Ég er stödd í litlum bæ í Danmörku og er eitthvað svo ung og sæt, sætari en ég á að mér að vera.  Algjör mjóna með tagl í hárinu og spennt fyrir lífinu.  Með þúsund fiðrildi í maganum að bíða eftir rútunni sem færir mig að lestarstöðinni.  Í rútunni sat ég við hliðina á Pakistana sem talaði og malaði og ég svaraði og svaraði.  Samræður mannsins voru komin út fyrir velsæmismörk en hann var samt yndæll og til alls búinn að aðstoða mig.  

Ég var ógeðslega góð í dönsku Whistling og þurfti aðstoð við að hringja en þar sem ég átti ekki síma né 10 í símastandinn þá bauðst pakistaninn til að ég fengi að hringja úr leikfangaverslun vinar síns.  Mér fanst það gott mál en fór nú heldur betur að vera kvíðinn þegar ég heyrði hurðinni læst og ég ein, ógeðslega falleg með 2 pakistönum (ath.þetta hefur ekkert með rasisma að gera) Ég sá fyrir mér ótrúlegustu meiðingar, fljúgandi leikföng og dúkkur í baráttunni um líf og dauða.  Ég sá vinina útklóraða og blóðuga.  Ég var búin að drepa þá í huganum áður en ég vissi af.  Lífvana Devil

Sem betur var þetta einungis hugarástand,  ég slapp út heil sigri hrósandi, komst á lestarstöðina og aftur til baka. 

Halo Mission Completed Devil

Ég bjó í Mariager sem er útnefndur "rosenes by" og liggur við lengsta fjörðinn á Jótlandi.  Ég bjó þar við kirkjutorgið, gullsmiðurinn og ísbúðin fyrir neðan og gamli veitingastaðurinn beint fyrir framan,  þar sem heimsins besti áll hefur verið borinn fram.  Algjört Nammi Namm! 

 

Mariager torg....útsýnið mitt
 
teikning er Carl Lundquist gerði frá því árið 1822
 
Kirkjutorgið, hér sést íbúðin mín á vinstri hönd
 
Yndislegur tími í fallegast bæ DK
 
Ráðhúsið er þetta hvíta með klukkunni og svo er ferðamannaskrifstofan við hliðina.
 
Eftir þessa ævintýraferð fékk ég mér grænan öl.
 
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Oh mig langar í dótabúð og nýjan bæ. Klukku sem tifar hægar og ís. Eigðu góða ferð mjóna.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.2.2007 kl. 19:52

2 Smámynd: www.zordis.com

Það má nú segja að heppnin sé með manni alla daga

www.zordis.com, 13.2.2007 kl. 20:31

3 Smámynd: Ólafur fannberg

kvittó

Ólafur fannberg, 13.2.2007 kl. 22:40

4 Smámynd: Margrét M

skemmtileg frásögn þetta ..

Margrét M, 14.2.2007 kl. 11:07

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæ biljónin mínHugurinn er alveg magnaður þegar manni fynst manni ógnað og þú er mesta krútt á þeirri suðrænu.

Knús á þig.

Solla Guðjóns, 14.2.2007 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband