Litla sæta bloggið mitt ....

Allt í einu mundi ég það.  Eitt lítið ónotað blogg og konan mundi leyniorðið til að komast inn.  Það kallast nú bara  nokkuð gott.  Eins og bloggið var nú ómissandi hérna áður fyrr þá er það bara gleymt í dag.

Tínt og tröllum gefið!  Æjjj ég vorkenni blogginu og ætla að telja mér trú um að það sé frekar geymt heldur en gleymt því það er alltaf ágætt að geta ausið á autt blað.

Heart  Veðrið er frábært á Spáni, verst að það skuli ekki vera flogið lengur á Alc flugvöll frá Kef.  Eins og það er gott að ferðast í beinu flugi.  Við getum farið í gegn um England eða Danmörku en það er ekki það sama.  Bara vesen!  Sagt er að ekkert jólaflug verði sem er náttúrulega alveg ferlegt en well.  Meira grenjið í mér, það á bara að þakka fyrir það litla sem við höfum og fagna öllum breytingum.  Ekkert flug, ekkert ferðalag.  Vera bara alsæll á spænskri strönd og sötra eggnoggs út í eitt að enskum sið.  Hlakka til að baka piparkökur og búa til jól með börnunum mínum.  Ætla ekki að hugsa um hvað ísl. jólin séu mikið æði því þau spænsku verða ótrúlega jóló með réttu hugarfari. 

Held ég þurfi að leita að jólacd-unum sem eru einhversstaðar í kössum í kjallaranum.  Liggur ekki lífið á því enn eru ca 7 vikur til jóla.  Er jafnvel að spá í hvort ég setji upp jólagardínur.  Yrði spes að setja eitthvað svaka jólalegt fyrir stofugluggann hehe  Missa sig í skreytingum þetta árið (NOT).  Ég sé til hvað verður.  Það er ekki alveg það sama og sitja og skipuleggja í brjálæðisham eða standa frammi fyrir því að sjá um allt hugaræðið og koma því á sinn stað.

Í dag fer ég og stilli upp myndlistarsýningu í Torrevieja í Gourmét verslun á Calle Union Musical n°17.  Þar er hægt að versla allskonar góðgæti eins og olífur af mörgum tegundum, lauk og gúrkur, hnetur og möndlur, allskonar góðgæti í kokteilpartýið, úrvals te og sérvalin vín svo eitthvað sé nefnt!  þann 8unda nóv verður svo vínkynning ásamt smakkelsi á vöruúrvalinu og þangað mæti ég rjóð í kinnum.  Ætla að taka myndavélina með og set svo kanski inn myndir ef ég man þá hvernig sá gjörningur er framinn.

Svo er bara að lifa lífinu lifandi og þakka fyrir núið og njóta þess .... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman að heyra frá þér og gott að lífir er ljúft á Spáni, það er svosem sama hvar maður er þegar allt er í lagi :) en auðvitað er gott að láta sig dreyma. Njóttu daganna :) hjartanskveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 5.11.2012 kl. 12:19

2 Smámynd: www.zordis.com

Sömuleiðis gaman að sjá þig Ásdís, long time.  Já, er það ekki málið að ef okkur líður vel í eigin skinni þá er allt gott alveg sama hvar við erum niðurkomin.  Hjartans kveðjur til þín

www.zordis.com, 5.11.2012 kl. 12:32

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

:) :)

Ásdís Sigurðardóttir, 5.11.2012 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband