8.11.2012 | 15:55
Calle Union Musical Torrevejense númer 17
Ég er að fara á vínkynningu og smökkun í kvöld ásamt gourmét veitingum í verslun í Torrevieja. Það styttist í viðburðinn, við erum 4 saman sem ætlum að taka strætó niður í bæ og eiga þar góða stund og taka síðan taxa heim. Svona vínsmökkunarkvöld verða að vera vel skipulögð Á þessum sama stað erum við listavinkonurnar Maire Kalkowski og undirrituð með sýningu á verkum okkar sem passar alveg ágætlega við efnið.
Hér er ég fyrir framan nokkur verk og þurrkuðu ávextina
Alltaf gaman að taka þátt í einhverju nýju eða það finst okkur vinkonunum allavega. Sýningin stendur eitthvað út nóvember mánuð þannig að ef þú ert á Torrevieja svæðinu þá endilega kíktu í þessa flottu verslun og fáðu þér sérvalin vín, allskyns olífur og súrmeti ásamt allskyns kryddi, te og olíum svo eitthvað sé nefnt.
Lífið er ljúft
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Mín dugleg að vera að halda sýningu, alltaf gaman á Spáni greinilega :)
Ásdís Sigurðardóttir, 8.11.2012 kl. 18:34
Alltaf gaman á Spáni og nóg að gera í listafélaginu okkar hér í San Miguel de Salinas.
www.zordis.com, 16.11.2012 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.