24.2.2007 | 18:46
Bloggvinafundur í Selvogi .... kyngimagnað
Í dag lét ég verða af því að fara á óskastaðinn eina. Missti af Himnaríkisför eða réttara sagt Skrúðgarðsferðinni sem ég las um á blogginu hjá Gurrí ...... Ég skal trúa því að það hafi verið gaman að hitta skemmtilega penna, sjá framan í andlitin sem Gurrí orðar svo pent á sinni síðu
Frúin brá sér með sínum bloggvinkonum í Selvoginn. Sá allra fallegasti vogur sem fyrirfinnst á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Við fórum að vaða í Engilsvík, strippluðumst í svörtum sandinum og heimsóttum Strandakirkju, signdum leiði og virtum fyrir okkur landssýn!
Landssýn er fallegur varði er stendur við Strandakirkjuna. Táslurnar eru mínar í ísköldu Atlantshafinu. 8 strigar bíða andagiftinni enda er orkan ótrúleg á þessum dásamlega stað. Ég verð að taka fram að ég fór tvisvar í sjóinn þar sem kuldinn var svo yfirgnæfandi í fyrra sinnið að heilafrumurnar fengu hroll og gleymdu að taka sönnunargagnið sem þið sjáið hér og nú!
Fegurð Strandakirkju er sem sést og er hún tignarleg. Ég leit á leiði vinar míns, hann söng fyrir mig í kynnisferð, við urðum vinir og vinskapurinn endist um eilífðarnón. Engilvíkin skartar dulúð, margar myndanna eru með öðrum öflum svo við birtum bara nokkrar. Máttúgur staður og sögufrægur.
Ég er sennilega komin með Soriasis, fékk þá læknisgreiningu frá Dr. Skottubloggvinkonu minni .... það er ástæðan fyrir því að ég óð út í Atlantshafið Ákalla galdur staðarins ...... hins vegar sögðu bloggvinkonur mínar, nuddaðu þér bara utan í Strandakirkju, mátturinn er nógu öfugur þar!
Trúin flytur fjöll og útbrotin hafa minnkað, ég er komin með tilfinningu í tærnar og bara öll góð. Ég náði allra bestu mynd sem ég hef óskað mér. Fylgjan mín kom og mætti mér, ég horfði á ská í augun á mér og bað hana um að staldra við ............


Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:49 | Facebook
Athugasemdir
Æðislegt að þið skylduð skella ykkur vinkonurnar


Risavaxið knús yfir höfin
Elín Björk, 24.2.2007 kl. 21:15
Gaman að þú skemmtir þér svona vel á hinu fallega Íslandi ;)
Bara svona kvitta fyrir innlitið
Kv Arna G
Arna Guðlaugsdóttir (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 21:53
Æðisleg ferð, æðislegur staður!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.2.2007 kl. 21:59
Æðislegar tær!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.2.2007 kl. 22:20
tærnar eru frábærar
Ólafur fannberg, 24.2.2007 kl. 22:56
Ég held að Fannberg Hallareigandi sé og viti manna best hvaða átök áttu sér stað hjá mér ................ Englavíkin var svöl spurning hvort hún heiti ekki Helguvík þegar upp er staðið ... Jóna láttu mig bara vita hvenær við tökum einn Latte saman
www.zordis.com, 25.2.2007 kl. 00:05
Fallegar myndirnar......gott að þú hafðir góðan dag
Gerða Kristjáns, 25.2.2007 kl. 11:01
Elskan hrafninn sést
Fæ svona sktítinn hroll að hugsa um tásurnar á þér
Gott ef ég blogga ekki um mína upplifun á SelvogsTÚRNUM ójéée
sæta.
Solla Guðjóns, 25.2.2007 kl. 19:01
Í ENGLAVÍK???????Vissi ekki að þú vissir
en auðvita var þetta ENGLAVÍK meðan við stöldruðum við
Solla Guðjóns, 25.2.2007 kl. 19:03
Þú hefur greinilega sterk tengsl við landið. Fallegar myndir og fallegar lýsingar!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.2.2007 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.