27.2.2007 | 20:27
Umhveris eru veggir ....
hvítir og gráir!
Þegar tetrið er eitt og sér, ótal hugmyndir og minningar koma í hugann ...... Það er óhætt að segja að kvöldmaturinn hafi verið allt annað en girnilegur en hann þjónaði tilgangi sínum! Eftir 12 bolla af kaffi og 2 banana í morgunmat þá var ég glor þegar ég kom heim í kvöld. Heima beið mín jóla andinn og troðfull dósin af Quality Street nema það vantaði nokkra kókosmola .....
Það er ómælanleg þreyta í kroppnum sem er þó með hrekkjupúka inn í sér sem glaðhlakkast á móti...
Ég er eins og fuglinn sem flýgur
verð ástfangin af þínum hrjúfa
ómætstæðilega vanga
Ég er eins og ástin sem líður
verð fugl, bikasvört fiðruð
angans ilm fanga
(ÉG) Á morgun á ég stefnumót, sagt við föðursystur mina !!! (HÚN) "STEFNUMÓT" "ERTU EKKI GITF" (ÉG) Ha, jú, jú, en það er kona ..... (HÚN) KONA !!!!!! (ÉG) Æj ..... láttu ekki svona .... hún er bloggvinkona mín ..........................
Bara gaman .... kl.13.00 er góður tími fyrir kaffiorminn mig og ef þið hafið góðar tillögur að kaffistað í nánd við Grensásveg þá er ég búin að vera svo upptekin í dag að enginn tími gafst til að finna gott hús þar sem serverað er kaffi.
Ég er bikasvört, stíf í fjöðrunum ....... Hlakka til að hitta þig á morgun bloggvinkona .... kem með myndavél svo við getum látið þjónana taka mynd af okkur saman ............................
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Kaffi Mílanó...ég er vissum að ítölsk stemmning passar ykkur. Viltu muna að taka mynd af dótabúðinni við hliðina?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2007 kl. 21:24
Það væri þá aldrei spurning nema að poppa bara upp! Ég veit hvernig þú lítur upp
....... Gurrí sápuóperu höfundur þarf að prófa Latte á öðrum stöðum, er það ekki ...... lol
www.zordis.com, 27.2.2007 kl. 22:48
Hey! Látið mig vita ef þið smalið ykkur saman!! Nánast viss um að púkinn sem heldur til á öxlunum á mér á frænda sem býr á Z öxl
Heiða B. Heiðars, 27.2.2007 kl. 23:27
Hæ skviz. Risa knús og eigið þið góðan og skemmtilegan dag.
Solla Guðjóns, 28.2.2007 kl. 08:36
Allt er óákveðið enn! Væri til í kaffi með ykkur öllum, maður er svo einn svona langt að heiman. Bara koma með tillögur og díllinn er þar með gerður!
www.zordis.com, 28.2.2007 kl. 10:36
Café Milano er gott kaffihús ..hef ég heyrt .. ..verði ykkur að rosalega góðu ..
Margrét M, 28.2.2007 kl. 11:36
Ég fór 13.50 af hitting og gældi við að hitta þig líka og um þig var rætt. Ég mun koma með heimildir síðar í kvöld ef minn kæri bloggvinur verður ekki á undan! Svona blind stefnumót (eina sem hægt er að kalla þetta) eru sérstök og þessi hittingur var frábær ............... Vona að væntingar hafi staðist hjá báðum!
www.zordis.com, 28.2.2007 kl. 18:01
Aldrei sér maður ekki neitt...fyrr en allof seint

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.2.2007 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.