23.5.2006 | 15:27
Hvíslað í eyra .....

Á morgun verð ég GRASEKKJA sem er svosem ekkert að óttast né hræðast þar sem ég er nútímakona og á mér mín nútímaleyndarmál. Ég hugsa til þeirra mímörgu einstæðra mæðra sem njóta ekki góðann að við uppeldi og hin daglegu verk þess að vera foreldri.
Ég gæti ekki hugsað mér að vera án ektamannsins þar sem hann er svoooo nauðsynlegur. Best ég segi honum frá því hversu nauðsynlegur hann er, hversu mikið ég elska hann og hversu mikið hans verður saknað. Samt mun ég ekki tala of mikið til að taka ekki frá honum gleðina að komast frá, gleðina við að prófa nýtt og gleðina að fá tækifæri þess er honum bíðst!
Ég er glöð og hamingjusöm fyrir að eiga jafn yndislegan mann, jafn yndisleg börn og jafn yndislega vini. Það er ekkert sem getur tekið frá þér allt það góða er Guð hefur fært þér!
Athugasemdir
Já, hitinn er heldur betur óbærilegur innandyra!!!
Grasekkja....!!! finnst það fyndið orð, svo stórt eitthvað!!
Hjúts knús til þín, heyri kannski í þér á eftir :)
Zoti (IP-tala skráð) 23.5.2006 kl. 16:04
Ég er ekki viss með stærðina en hún gæti verið um 40 x 60 og eitthvað .....
Hún er nú svo blíð þessi kona að hvíslið hefur góðann endi, þar sem styrkur umlykur þessa konu.
Við eigum von á loftkælingu á morgun eða hinn svo ég þakka mínum sæla. Maður er þvalur á bakinu að sitja í hitanum :( en það má segja að ég sé ekki í slæmum málum þar sem tærnar á mér eru ekki frosnar! hehehe
www.zordis.com, 23.5.2006 kl. 17:15
Þú varst í símanum þegar ég hringdi..... svo ég segi bara knús til þín yfir netið....
Elín Björk, 23.5.2006 kl. 21:33
Hæ spánardúlla og verðandi grasekkja,ég tel það alveg nauðsinlegt að vera grasgella endrum og eins,það er úaf DOTLU....
ollasak (IP-tala skráð) 24.5.2006 kl. 00:17
Út af DOTLU ..... ég get ýmindad mér sumt en spurning hversu djúpt madur á ad fara!
Hvernig vaeri ad koma med DOTLU blogg?
www.zordis.com, 24.5.2006 kl. 05:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.