8.3.2007 | 22:08
Hafmeyjan sem kunni ekki að synda ....
.... kastaði sér til hafs og uggarnir uxu og hún lærði að anda með ofursálinni sem ofurþorskurinn hafði gefið henni. Hún sat á syllunni og velti fyrir sér hvenær hennar dagar myndu enda, hvenær andinn færði henni ekki gjöf lífsins.
Litlir gullfiskar í glasi voru hennar líf og yndi.
Lítil elska brosir, horfir til þín, er veikgeðja! Styrkur eilífðarinnar umvefur litlu hafmeyjuna sem kann að synda, bróðir hennar kenndi henni það og nú syndir hún í öllum höfum, er ekki hrædd við neitt, ekkert nema sjálfa sig.
Er lífið eintóm endalaus hræðsa. Hvað er uggalaust líf án daggardropa, án agnar af súrefni sem við grípum án kennslu, án fordóma, án viðmiðunar.

Mannskepnan er óargadýr í garði guðsheima. Óargadýr sem þykist og grætur á víxl.
Ég er ekki undanskilin þessu, ég er hafmeyja sem hef lært að synda og nýt þess að vera til. Bæxl og uggar, ljóstillífun og endalaus frumskógur blóma og plantna, skordýra og ilmefna.
Lífð er það blóm sem þú sérð, sá uggi sem sveiflast á þeim hraða sem augað nemur. Fegurðin hvílir í hjartalagi alheimsins og við deilum því saman!
Blóðdropi fellur til jarðar, hann perlar af enni þínu á enni mitt, við erum tvö ein, saman!
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:12 | Facebook
Athugasemdir
meiriháttar mynd
Ólafur fannberg, 8.3.2007 kl. 22:10
Fallegt, bæði mynd og orð.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 8.3.2007 kl. 22:13
Lífið er dásamlegt í þeirri mynd sem við kjósum .... gott eða slæmt, alltaf að læra
Á morgun svíf ég um eins og storkur, klunnaleg með fögur boð til þeirra sem vilja á mig hlusta!
www.zordis.com, 8.3.2007 kl. 22:31
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.3.2007 kl. 22:51
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.3.2007 kl. 23:18
falleg mynd .. sem og falleg saga
Margrét M, 9.3.2007 kl. 09:09
Þú ert falllegt blóm átin
Solla Guðjóns, 9.3.2007 kl. 09:46
þú ert ekki át tíhí áStin
Solla Guðjóns, 9.3.2007 kl. 09:47
Þetta er mjög fallegt.
Kristín Katla Árnadóttir, 9.3.2007 kl. 20:05
Æðisleg þessi mynd og falleg orð
Gerða Kristjáns, 10.3.2007 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.