Angan þín og ilmur mig nærir ....

Ósköp venjulegur annasamur dagur.  Dagurinn var blanda af hittingi við fólk, skriffinsku (ekki finnsku) heldur spænsku, ensku og íslensku og norsku.  Sólin yljaði mér í morgun í gegn um orange litaðar stofugardínur .... Ég klæddi mig að hætti vordísar og fór í hnébuxur með klauf, fór í silkiskyrtu með góðu hálsmáli og sandölum.  Ég var svo ánægð með morguninn að ég tók mynd af Yasmín sem er ilmjurt er ég hef í bakgarðinum hjá mér!  Í morgun var hún með rósrauða knúbba er breytast í hvít og yndislega ilmandi blóm.

Þegar blómin springa út þá held ég til í bakarðinum agndofa af ilm sem seitlar niður æðarnar og nær hjartastöðinni.  Þegar þessi ilmur snertir hjartastöðina þá langar mann bara að elska einhvern.  Þó ekki einhvern, einhvern heldur þann sérstaka einhvern í lífi þínu! 

 

Yasmín jurtin mín
 
Við rætur Yasmín hvílir litli garðálfurinn, hann heitir Ricezza og sér um gjöfulan vöxtinn.
 
 
Enn einn grænn dagurinn á enda.
 
Eggaldin skorið í þumalsþykkar sneiðar
laukur skorinn í sneiðar og lagður ofan á
tómatur skorinn í svipaðar sneiðar og lagður á laukinn
persil og hvítlaukskurl
olífuolía
Ofnbakað á vægum hita í 30 mín (ca)
 
Borið fram með kolsýrðu vatni með dass af ferskri sítrónu
 
Maturinn finnur leiðina að hjartanu
Ilmurinn gerir það líka
hjartað er í góðum málum þegar allir keppast við að halda því heitu.
 
Heart

 
Áður en ég leggst til hvílu þá hvísla ég fallegum orðum að litla álfinum sem gætir Yasmín, hann gætir að garðinum mínum en þar búa margar plöntur og margir litlir álfar og fuglar sveima um.  Stundum kíkja þeir inn til mín, þeir vita að þar mega þeir ekki dvelja því lífð er best í garðinum.
 
Allt er vænt sem vel er grænt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Lovlí!! Hvar býrðu aftur?

Hugarfluga, 12.3.2007 kl. 21:27

2 Smámynd: www.zordis.com

Nóg pláss hjá mér Arna Hildur, Yasmín er yndisleg J.Ingibjörg og Guðmundur ég spjalla oft við blómin mín, góðir félagar og alltaf til í að hlusta á leyndarmál!

Hugarflug ég bý á Spáni ......

www.zordis.com, 12.3.2007 kl. 21:35

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert yndisleg manneskja

Kristín Katla Árnadóttir, 12.3.2007 kl. 22:24

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ummm, mig langar líka að koma til þín. Veðrið var yndislegt í dag, sólin skein skært ... en það var skítkalt! Bráðum kemur vorið ... eftir einn eða tvo mánuði. Maður þraukar og fær bara sólskinið í gegnum ykkur Katrínu Snæhólm.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.3.2007 kl. 22:41

5 Smámynd: www.zordis.com

Komdu líka Gurrí.  Tekur Svarta Svaninn minn og Fjallið flýgur með þig um heim og geima.  Við dýfum tánum í sandinn og drekkum svalandi drykki við sólsetur!  Vertu velkomin

Svandís, vorstemmningin er alltaf yndisleg og gaman hvað okkur hlakkar stöðugt til ólíkra mánuða í lifinu.

Kristín Katla þú er yndisleg á móti .....

www.zordis.com, 12.3.2007 kl. 22:47

6 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 13.3.2007 kl. 08:13

7 identicon

Mikið rosalega fannst mér yndislegt að lesa þessa færslu.

Nú er móðir mín búandi á Kanarí, þannig að spurning um að taka heimsókn til suðrænna landa í haust og koma við á nokkrum stöðum?

Það er alla vega á planinu hjá nýju fjölskyldunni minni að fara út í vetur...

Knús og kveðjur frá Akureyri!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 11:27

8 Smámynd: Margrét M

ooohhh ...þú ert öfundsverð að veðrinu .. mér líst líka vel á eggaldinið ..

Margrét M, 13.3.2007 kl. 13:56

9 Smámynd: www.zordis.com

Doddi, móðir þín er í blíðviðri núna og ef þú kemur á meginlandið þá lætur þú mig vita! 

Margrét, þessi réttur er svakalega góður, gæti verið 30-40 mín.  Ég fæ vatn í munninn að hugsa um þetta!  Jumm.

Óli

www.zordis.com, 13.3.2007 kl. 15:20

10 identicon

Það er alltaf jafn gaman að lesa bloggin þín
Kvitt og Knús 

Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband