Að bregða sér í líki Arnars ...

Eða, Geirfuglsins !

Ég þessi litla, granna, fima og hugljúfa er búin að passa samfleytt í 52 rúmar klukkustundir er held ég að koppvenja litla kúkinn.  Hann hefur hvorki pissað né kúkað inni frá því hann kom.  Verð að viðurkenna að ég nýti alla til að fara með litla vininn út í þeirri bleiku von að vinurinn nuddi sér í tré og geri þarfirnar.

Litli loðhnoðrinn hefur ekki vikið frá mér, sefur á gólfinu í herberginu mínu, kemur með mér að versla og ýlfrar fyrir utan sjoppurnar  á meðan ég hleyp eins og íþróttastjarna og má hugsanlega rekja magniðtil þess að kvik"yndið" var að gera allt vitlaust í búðinni í gær.

Aha, grillveisla og allir starfsfélagarnir nema Gústa komu og ég keypti fyrir 50 manns en ekki 13 sem við vorum!

Allir sem vilja annann í grilli eru velkomnir .............

Geirfuglinn brá sér í líki gluggaþvottamanns og er skýringin á harðsperrum undir axlarblöðum sennilega sú að karate kiddi sem býr í hjarta minu kom út úr skápnum í fyrsta skipti í allan gær.  Wax on Wax off, Wax on ...... Wax off.  Allur líkaminn undirlagður af sperrum sem fær kroppinn til að lifna við....sólroða skinn og verkur undir því!  Örþreytt eftir spennandi tilbreytingu í starfi þá sofnaði ég sæl eftir góðan grillmat en Húni konungur grillaði þar sem ektamaðurinn er fjarverandi að dilla sér upp við brasilíska bossa.  Kampavín og rauðvín með matnum svo það var auðvelt að rata í draumaheiminn ....... Ég vaknaði við "voffalykt" þar sem snúllinn fór bara frá mér til að kúka og pissa í smá gönguferð með Íris Höddu og Antoni sem skilaði sér ekki heim eftir partý gærkvöldsins!

 Geirfuglinn ætlar að vaska upp eftir 13 manna veislu, dreipur á einum San Miguel 0,0% og stefnir á verslunarferð og bowlingkeppni með börnunum í kvöld.  Hhummmmm, hvað geri ég við voffa á meðan ..... Vill einhver passa lítinn loðin hund :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Ekkert mál ég skal passa ;) En af hvaða tegund er litla yndið :) Góða skemmtun.

Vatnsberi Margrét, 27.5.2006 kl. 10:50

2 Smámynd: www.zordis.com

Þessi lubbi er Yorkshire Terrier veit ekki hvernig það er skrifað ..... Svolítill töffari þegar hann spriklar um og er flestre. Heldur dauðahaldi í allt og alla .... litli dúllinn!

www.zordis.com, 27.5.2006 kl. 11:25

3 Smámynd: Elín Björk

Er voffi farinn til mömmu sinnar enn? Eða er hann búinn að skipta? Allavega átti ég fullt í fangi með að halda aftur af greyinu þegar hann fékk að koma til baka til þín ;) Hann spólaði á gangstéttunum af spenningi!!

Elín Björk, 27.5.2006 kl. 22:58

4 Smámynd: www.zordis.com

Núpps, voffi er enn á Hamingjustöðum 7. Ég sit hér og bíð eftir að hvutti verður sóttur og hlakka til að skríða upp í, fara með bænakverið og semja kanski eina sæta!

Faðir minn kæri,

blessaður sért.

Mildi og hlýja,

til allra manna.

Móðir mín kæra,

blessuð sért.

Kærleik og ást,

geislar þér frá.

Foreldrar mínir,

blessuð séu.

Í Drottni þið óluð,

barnið blíða.

Himneski Herra,

Gættu þeirra.

Foreldra og barna,

Allra manna!

www.zordis.com, 28.5.2006 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband