Aðgát skal höfð í nærveru sálar ...

Þessi orð mætti þessi sóma kerling taka til sín og gæta orða sinna áður en hnýtur um tungu.  Já, ég er soddann ruddi inn á milli og ætla mér bara ekki að vera svona hundleiðinleg og óvægin og það í garð þeirra sem eiga það ekki skilið.  Ég verð að læra að halda mér saman,  halda barasta fyrir kjaftinn á mér og knéfella þennann fiðurhaus sem ég get verið.

Ég fór og kíkti á kærleiksvef Júlla í leit að uppörvun og las þar um hamingjuna, það er sætt og alveg sammála Júlla hvað það varðar.  Hef þá trú að heppni og hamingja séu svolítið skyldar einingar.  Áunnin hamingja og heppni eða eitthvað sem leitar á fjörur þínar sem þarfnast viðhalds!  

Marg skrítð í þessum gamla kýrhaus sem er á flestum stundum lífsins í hamingjukasti að keppast við að gera öðrum til hæfis.  Kanski er ég dóni til að ná jafnvæginu og læt þá dólginn bitna á blásaklausum yndislegum vinum mínum en svona er þetta bara.  Það er enginn gallalaus eftir fæðingu.

Ég hef hugleitt andlátið og ferðalagið svolítið upp á síðkastið.  Ég hef grátið yfir bíómyndum, tárast af hugsun einni og bara eitthvað hrærð í tetrinu mínu.  Andlátinu stjórnum við ekki, það kemur þegar við minnst gerum okkur grein fyrir því og tíminn er aldrei réttur.  Guð geymi ykkur öll sem eitt!

 Ég ætla að nota bænina í kvöld og mun af öllu hjarta senda bros til allra sem þurfa að umgangast mig, til allra sem eru í sambandi við mig ..... Já glaðhlakkandi og brosandi senjóríta sem ætlar að gæta sín í nærveru sála.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Björk

Hæ sætust og takk fyrir sendinguna, sammála þessu með hamingjuna! Vona þú hafir fengið gott að borða í hádeginu og að þið hafið átt notalegan dag :-)

Elín Björk, 28.5.2006 kl. 15:01

2 Smámynd: www.zordis.com

Já mér þótti gott að lesa um hamingjuna, svo komu vottar í dag með boðskapinn svo ég er að hugsa hvort þetta sé teikn eða hvað! Allavega er ég gjörsamlega eins og opið sár, fréttir að heiman misgóðar og ég með mínar skrítnu hugsanir!

hummmmmmmmmmmmmmmmmmmm og hummm

www.zordis.com, 28.5.2006 kl. 17:17

3 Smámynd: Elín Björk

Vottarnir bönkuðu líka uppá hjá mér...ég hleypti þeim ekki inn.....

Æ en leiðinlegt að heyra að ástandið sé ekki gott handan hafsins....Viltu að ég komi og láni þér öxl?

Elín Björk, 28.5.2006 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband