14.3.2007 | 20:35
Í bráðri lífshættu ...
Um ástina að bráðri lífshættu. Dagurinn brosti við mér, ég hvolfdi úr bolla en hafði ekki tíma til að kíkja í hann. Ég gaf mér ekki nægan tíma til að sinna sjálfinu og hlóp út!
Fór og náði í tvær skutlur og við sem leið lá nutum sólargeislanna og á vegi okkar varð hvolpsræfill sem hafði blíðustu augu. Augu sem blekktu heldur betur. Ungur Scheffer hundur sem trylltist þegar við ætluðum að stíga fram hjá óyndinu sem varð til þess að konunum stóð ekki á sama. Ég var náttúrulega slök enda fararstjórinn í ferðinni. Stundum verður maður að horfa fram hjá aðstæðum og finna fyrir rónni í tetrinu. Nákvæmlega
Með hundsginið slefandi á vinkonuna, sagði ég við hana að róa sig og færði hana frá óvininum og setti mig við tryllt dýrið. Ég andaði djúpt og hugsaði fallega og við gengum áfram í átt að viðkomustað. Ég leit ekki til baka heldur heyrði hvellt geltið og í huga mér sá ég slefandi munninn og hvassar tennur sem voru til í vænt fleskið. Djö....er maður nú girnilegur .................





Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Hvað er fáránlegra en að sjá mannesju sitja við tölvu ohg skella hvað eftir annað upp úr.Ollasak er svoll núna. love you
Solla Guðjóns, 14.3.2007 kl. 21:21
Heheheh, frábær saga!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.3.2007 kl. 21:44
Schefer hundar eru oft llúðlegir við ókunnuga en svo hefur honum kannski bara fundist þú girnilegur biti eins og þú segir.
Svava frá Strandbergi , 14.3.2007 kl. 22:03
schefer hundar eru fallegir og þá oft á tíðum úr fjarska..hehehe..var bitin í löppina af einum sem við áttum þegar ég var lítil og það var sko óskemmtileg lífsreynsla..hehehe

Knús og Kram
Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 22:06
Þetta var taugaþrungið móment .... hressandi byrjun á morgni, adrenalinið fór á fullt og góð tilfinning þegar ég settist upp í bílinn að nýju. Ofurpungurinn fylltist þrótti við þessar bjarglausu meyjar!
www.zordis.com, 14.3.2007 kl. 22:15
upps, ég á sjálf tvo hunda, en þegar ég mæti lausum hundi á göngutúr, er ég aldrei alveg örugg, pínu bange
ljós frá Lejre til þín og hundsins
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.3.2007 kl. 06:38
lausir hundar geta verið varasamir...eigðu góðan dag voff voff
Ólafur fannberg, 15.3.2007 kl. 08:26
(v)úfff
Gerða Kristjáns, 15.3.2007 kl. 10:21
Ótrúlega ítarlega saga í stuttu máli! Heyrði næstum þvi í voffa... en sá ekki ofurpunginn sama hvað ég reyndi
Heiða B. Heiðars, 15.3.2007 kl. 12:55
úfff .. ég er líka ofurhrædd við lausa hunda .. eins gott að þið mættuð ofurpungnum .
Margrét M, 15.3.2007 kl. 13:15
Ofurpían kallar ekki allt ömmu sína, það er nokkuð ljóst

Þú átt svo inni hjá mér ofurknús
Elín Björk, 15.3.2007 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.