16.3.2007 | 22:05
íslenskt munstur alltaf velkomið ...
Ég sé mig eins og gamla konu, konu sem er orðin 100 ára og hefur lifað tímana tvo. Ég er lánsöm manneskja að hafa makann við hlið mér. Ég þarf ekki að vera sammála honum í einu og öllu, ég þarf ekki að elska fötin sem hann gengur í eða dást að greiðslunni hans í tíma og ótíma. Ég þarf bara að virða hann og skoðanir hans, milda minn hug þegar hann er hvass og skerpa hann þegar hann er vælinn. Samspil tveggja er ekki alltaf létt enda er það í takt við lífið sem er ljósbrot af öllu sem kramið hjartað færir okkur. Kramið hjarta eða útþanið ... skiptir ekki máli, það er alltaf að slá!
Ungfrúin og Fjallið

Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:08 | Facebook
Athugasemdir
En fallega mælt, mín kæra bloggvinkona. Mér líður ósköp mikið svipað. Við erum lánsamar
Hugarfluga, 16.3.2007 kl. 22:08
*dæs* We are the lucky one! Já, þetta er svona stund sem maður vill hvergi við neinu hreifa!
www.zordis.com, 16.3.2007 kl. 22:28
Hjartað er alltaf á fullu ... og hér er bros handa þér:
hjartað
bráðnar á endanum ...
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 00:00
Í faðmi fagurs FJALLS og hjartað hamast og hver veit nema komi ávöxtur útaf dottlu

Solla Guðjóns, 17.3.2007 kl. 05:15
þetta er fallegt, og sæt mynd af ykkur! hafið þú og fjallið góðandag.
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.3.2007 kl. 06:48
lovelí!!!
Ertu ekki örugglega að tala um trén í garðinum þegar þú talar um ávöxt af dotlu??
Ég sendi geðveikar ástarkveðjur til míns fjalls og sé það núna að besta blandan eru skrítnar konur og fjöll...það bara virkar einhvernveginn vel fyrir hjartað og doldið!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.3.2007 kl. 08:47
Falleg myndin af ykkur, og falleg orð
Gerða Kristjáns, 17.3.2007 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.