Fegurð

Fagur, fagur fiskur í sjó.  Með rauða kúlu á maganum, röndóttur á halanum .......

Ósjaldan lékum við okkur í þessum leik, litla skottan mín með orange lituðu lokkana og endurtókum leikinn hvað eftir annað.  Fegurðin í hugskoti mínu leitar  aftur um 10 ár.  

Fyrir tíu árum bjó ég með lítið stelpuskott og var hamingjusamasta manneskja í heimi.  Okkur skorti aurana, áttum þó fyrir mjólk og brauði.  Okkur raknaði ýmislegt nytsamlegt og vorum við nokkuð fínar saman.   Áttum fallegt heimili og góða vini.  Vinirnir hafa sannað sig hverjir eru með tímanum því það eru bara sannir vinir sem rækta fjarvinskap við svona kerlingar eins og mig ......  Takk fyrir að vera til, enn þann dag í dag Heart

Það vildi svo til að skottan mín, svo ofboðslega duglegt og skynsamlegt barn.  Hefur fæðst til að ala móður sína upp, það er nokkuð ljóst!  Já, litla tröllabarnið mitt nefndi nokkrar tölur sem móðir mín skrifaði niður. 

Mamma sagði að þetta væru örugglega mjög merkilegar tölur og ég ætti að nota þær!

 

Strákaleg með stutt hár
 
Mikið rétt að þetta voru mjög merkilegar tölur
 
Ég er ein í hópi margra sem lít á lífið frá öðru sjónarhorni.
 
Finnst gaman að vera til og spinn minn lopa eftir mínu höfði.
 
Hjólbörur eru t.d. sexy troðfullar af mold með appelsínutré
 
Lífið er lottery
 
Það vinna allir ef þeir bara spila með 
 
Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Vannstu í Lottóinu????

Það er yndislegt þegar eitthvað óvænt og gott rekur á fjörur konu.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.3.2007 kl. 10:04

2 Smámynd: www.zordis.com

hi hi hi .... Já, við mæðgurnar unnum nóg til að geta hafið sólríkt og yndilslegt líf á öðrum stað saman ....  Núna erum við búnar að finna Fjall fyrir "moi" og til okkar kom fallegur drengur ............  Við erum ánægð með að hafa hitt hvort annað! 

www.zordis.com, 19.3.2007 kl. 10:18

3 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Örlagaþræðirnir fara stundum undarlegar leiðir fyrir okkur að finna hamingjuna og rétta hillu í lífinu :) Ekki verra þegar jákvæðni og gleði er stór hluti af persónu og það hefur alltaf einkennt þig.

Knús til ykkar

Vatnsberi Margrét, 19.3.2007 kl. 10:41

4 Smámynd: www.zordis.com

  Nú sendi ég ykkur á báðar!

www.zordis.com, 19.3.2007 kl. 12:23

5 Smámynd: Margrét M

jamm lukkuleg ertu .. 

Margrét M, 19.3.2007 kl. 12:59

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

fetta bretta, !man thetta svo vel !

brátt mun høgg á hendi detta, var svo spennnnnt

fallegan dag til thín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.3.2007 kl. 13:04

7 identicon

Fagur fagur fiskur í sjó vekur upp minningar frá því að ég var lítil Og ég var eimmitt að kenna stelpunum mínum þetta ekki fyrir svo löngu síðan og þær hafa voða gaman að þessu  

Knús með hraðsendingu...

Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 19:33

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já ég man eftir þessum tíma, það vekur upp minningar þegar maður var barn.

Kristín Katla Árnadóttir, 19.3.2007 kl. 23:15

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Langar að segja mikið en bara knús á þig Höddu lukku

Solla Guðjóns, 20.3.2007 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband