21.3.2007 | 08:39
Smá slökun ...
Litli engillinn minn er með svo ljótan hósta, með eindæmum hvað drengurinn getur gellt! Heimasætan á síðustu stundu að gera verkefni í skólanum og við mæðgur sátum saman í morgun og lituðum meistarastykkið hennar! Smá touch frá mömmu er bara gaman!
Ég vaknaði hægt og rólega við hliðina á syni mínum í hans rúmmi. Klóraði honum á bakinu og sólin yljaði nefbroddinn minn. Ég blundaði í hálfkæringi, stökk á nef mér og aftur til baka. Ósjálfráð hreyfingin varð til þess að ég fór fram úr en læddi mér undir mína sæng. Smá slökun fyrir erilsaman dag!
Ohhhhh. það er svo gott að finna máttinn undir niðri og stíga svo rétt fram úr og takast á við verkefni dagsins.



Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
vonandi verður þetta ekki alvarlegt með þann litla..
Ólafur fannberg, 21.3.2007 kl. 08:40
Vona að litla englinum batni sem fyrst.
Svava frá Strandbergi , 21.3.2007 kl. 08:50
Batakveðjur til sæta snúllans.það er gelt og gellt hér nótt sem ónýtan dag fyrir þessari pestar,,,,,,,,,,,,.Hamingjuduftið fer alveg að detta á mig,fin fyrir því
Solla Guðjóns, 21.3.2007 kl. 09:53
yndisleg lening, vard glød alveg í hjartad, elska thegar ég heyra fólk meta hversdagslífid á vid paradís. megir englarnir vera hjá ykkur, okkur og øllum
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.3.2007 kl. 11:22
vonandi hressist ungi maðurinn strax .. megið þið eiga yndislegan dag í sólinni ..
Margrét M, 21.3.2007 kl. 12:01
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.3.2007 kl. 14:23
Vona að syninum batni sem fyrst. Alltaf fínt að fá birtu í daginn við lestur hjá þér
Vatnsberi Margrét, 21.3.2007 kl. 16:38
vonandi batanar litla englinum þínum sem fyrst
Kristín Katla Árnadóttir, 21.3.2007 kl. 17:26
Hugarknús til þín og þinna!
Hugarfluga, 21.3.2007 kl. 19:13
Takk kæru bloggvinir fyrir að vera til! Litli engillinn er svo óþekkur að hann er búin að safna góðum krafti yfir daginn .... svo verður væntanlega gellt meir í nótt ............
www.zordis.com, 21.3.2007 kl. 20:22
Batakveðjur á guttann og takk fyrir duftið
Gerða Kristjáns, 21.3.2007 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.