25.3.2007 | 08:59
Gamla konan ...
Það kom til mín gömul kona, hún virtist ekki gömul þegar ég horfði í augun á henni.
Viðhorf mitt til lífsins ræður töluverðu um hvernig ég tek þessum upplýsingum. Gleðin er sú vinkona sem ég stíg með í gegn um lífið. Ég hef hitt systur gleðinnar, sorgina sem staldrar sem betur fer stutt við þegar hún lítur við.
Ég er skaparinn í mínu lífi, þegar upp er staðið minn eigin orsakavaldur sem snerti við svo mörgum sem eru í kring um mig. Maki minn og börnin númer eitt, 2 og 3.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar
Gamla konan sýndi mér tilfinningu sem óx frá hjartanu
Hún gaf mér mikla orku
og góða hugmynd
Nú er það undir mér komin að taka stundinni
framkvæma.
Sunnudagur til sælu, svo sannarlega. Mig langar að fara í bíltúr með fjölskylduna. Finna draumahúsið við ströndina og setja mynd af því á ísskápinn.
Teikna svo mynd af okkur að grilla og bussla í einkalauginni okkar.
Ég ætla að leggjast á sólbekkinn og safna C vítamíni í kroppinn, Það er laus bekkur fyrir þig í raunveruleikamyndinni.
Ertu til?
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
að láta sig dreyma er skemmtilegt
Margrét M, 25.3.2007 kl. 10:26
Fyrst kemur draumurinn svo staðreyndin. Án drauma erum við sennilega svolítið pönnukökuleg .... eða hvað?
www.zordis.com, 25.3.2007 kl. 10:40
Þórdís ég sé að þú þekkir leyndardómana.
Mikið er þetta mögnuð mynd af trjágyðjunni! Við ætlum að rölta út á kaffihús og fá okkur kappúsínó og spjalla og styrkja drauminn sem okkur er að dreyma núna og gefa honum leið inn í efnið. Takk fyrir dásemdarbloggið þitt. Kem hingað reglulega til að endurnærast.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.3.2007 kl. 11:21
fallegt blogg, og fallegt viðhorf þitt til gleði og sorgar yndislegt ! hafðu fallegasta dag í bíl, sundlaug, og að skoða draumahúsið, það verður frábært að sjá það.
ljós til þín frá steinu
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.3.2007 kl. 11:40
þú ert alltaf svo yndisleg a blogga svona fallega.
Kristín Katla Árnadóttir, 25.3.2007 kl. 13:15
Yndisleg mynd af trjákonunni. Þú kannt að lifa lífinu og að leyfa hugmyndunum að flæða. Það er eftirsóknarvert og líka aðdáunarvert. Keep up the good work!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.3.2007 kl. 13:38
þú ert svo sannarlega hugmyndarík og skapandi í þínum. fallegu skrifum.
Svava frá Strandbergi , 25.3.2007 kl. 18:28
Þessi kona er yndisleg, myndin er virkilega falleg - og það eru skrifin þín líka.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 20:54
Vúhú, ég væri til í smá horn á sólbekknum þínum, mér er eiginlega hálfkalt núna
Margrét Birna Auðunsdóttir, 25.3.2007 kl. 21:35
MMmmmm ég er með, til í að stíga dans með trjákonunni, teygja mig í lífið og njóta alls, takk fyrir draumaráðninguna, orðin þín tóku þessa ónotatilfinningu sem draumurinn skildi eftir sig, takk
bara Maja..., 25.3.2007 kl. 22:17
Ólafur fannberg, 26.3.2007 kl. 08:21
Vatnsberi Margrét, 26.3.2007 kl. 16:18
Sannarlega sæll sunnudagur
Ég er skrítin og sé ballerínutrjákrónu
Stæðsti draumurinn þessa stundina er að vera á bekknum hjá þér og lenda á myndini .Bið að heilsa þér babycake
Solla Guðjóns, 27.3.2007 kl. 03:31
ljós dagsins hér frá sólinni í lejre
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.3.2007 kl. 06:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.