Fingurkoss og ástarfoss ....

Í kvöld byrja ég á morgunverkinu mínu, nefnilega setja fagra tónlist á fóninn.  Diddú er alveg að bjarga mér í björtum aríum.  Ég er komin út úr mér, er orðin fráhverf því að heita ég, að vera ég!

 

Annara manna skór

 

Ég loka augunum og hlusta á líkamann og finn það að einstæð móðir (grasekkja) byrjar varla daginn á því að leiga sér flutningabíl, fara og ná í sófasett og bera það upp á þriðju hæð í blokkaríbúð með aðstoð Húnakonungi vinar míns ..... mörg andlit zordisar taka þátt í deginum sem hefur verið nokkuð fjölbreyttur.  Svona er hún litla ég, ef mig skyldi kalla Heart  Og skótauið mitt var ekki upp á marga fiska í burðinum ....... eiginlega allt of stórir sandalar sem eru komnir í ruslið núna! 

Ég er berfætt og anda Diddú niður hryggjarlínuna og kraftur hennar seitlar eftir æðum.  Ég er alveg að koma til núna, miklu betri!

 

Hókur Pókus
 
Í andanum er ekki til mein, hvorki né 

 

Í rauðum spariskóm nágrannans, silkiskyrtu og grárri ullardrakt í þokkalegum hita lét ég fákinn ríða um suður strendur Spánar .... málað brosið fór ekki af vör enda er svo miklu betra að brosa og ýfa upp gleðihormónið, láta hamingjuna vera í fararbroddi.  

Haf og heimur, hugur kær

hönd mín leggst í þína. 

Þú ert svo fjarri, þó svo nær! 

ástarjátning blíða. 

Faðmur þinn er sængin mín,

senn hjúfra mig að þér. 

Ég hvísla ljúft "te quiero" til þín

koss í hljóði frá mér.

..... frá konu til manns, engin venjuleg kona sem ann Heart



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi þú ert alltaf svo yndisleg manneskja

Kristín Katla Árnadóttir, 30.3.2007 kl. 22:36

2 identicon

"Ég er kominn út úr mér ... " - vá, hvað ég kannast við þessa tilfinningu. Enn og aftur finnst mér þú vera með svo fallegar færslur ... knús og kossar til þín.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 22:38

3 Smámynd: Ólafur fannberg

góða helgi

Ólafur fannberg, 30.3.2007 kl. 23:30

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Skvísídúllz þú segir svo margt núna og þar sem ég er svo fjarri hugleiðslu núna eða bara skil orðin sem stafirnir mynda  svo ansi skemmtilega,þá hlæ ég með sjálfri mér og hugsa hvert færi ég og hvernig irði ég ef ég færi út úr mér.Ég hef bara rekið tunguna út úr mér.

Knús á spánar grasekkjuna.hey annars samdir þú þetta ljóð???

Solla Guðjóns, 30.3.2007 kl. 23:39

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndislegt að vanda, saknar þú þíns ástkæra ?

ljós til þín frá mér frá vorinu í lejre

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 31.3.2007 kl. 09:30

6 Smámynd: www.zordis.com

Jóna Ingibjörg .... það má segja með réttu að oft er maður viti sínu fjær er gerir þessa tilveru ögn bjartari og lifandi á báðar.

Knús og kossar til þín Doddilíus

Góða og óða helgi til þín Katla mín og Ólafur og Guðmundur og Steina, já og Ollasak líka .... Ég setti saman orðin Sollan mín og það má segja að það vanti mikið þegar aðalgæjinn fer í frí.  Bara betra þegar hann kemur aftur ....... 

www.zordis.com, 31.3.2007 kl. 11:33

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Flott færsla hjá þér eins og alltaf. Ohh hvað ég vildi að ég væri svona ástfangin eins og þú.

Svava frá Strandbergi , 31.3.2007 kl. 17:00

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæ dúlla.Grasekkjan ég er svo vel að skilja þig.Þú ættir að gefa út bók með þínum mjög svo vel samansettu orðum.Það væri ljúft að lesa þetta annars staðar en á skjánum.Og ég er ekki bara að meina ljóðin heldur allflest sem þú skrifar.

Solla Guðjóns, 1.4.2007 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband