Kitl ..... óþægilegt kitl

Konu sem kitlar ekki, kitlar í hálsinn, er með þurran háls og hef þónokkur óþægindi!  Ekki óskakitlið en það má geta sér til um að þetta sé hin heimsálfuflensan að læða sér í kok mitt!

Hef verið mjög jákvæð með að þetta sé eintóm ýmindun hjá mér, að ég sé komin á ýmindunarreit sjálfsins þar sem allt og ekkert gerist eftir þörfum.  Á milli þess sem ég hef starfað heima í kvöld þá hef ég setið með strigana við hendi og kanski, hver veit!

Langar í skemmu, hún má vera hvar sem er í heiminum, alveg sama hvar en þægilegt væri að geta komist þangað við og við.  Þeir sem biðja um lítið fá lítið svo ég hef ákveðið að biðja alltaf um MIKIÐ!

 

Maríuerlan
 
Maríuerlan er 40 x 40 Akrýl
 
Skemman kemur, hellirinn líka, 10 börn á næstu 10 árum!
 
Það er ekkert of stórt
ekkert svo smátt
ekkert eitt
ekki neitt

 

 

Orðlaus er ég, það gerist ekki oft LoL
finn tómið í hjartanu
það er gott
því þá er pláss fyrir meira
pláss fyrir þig
Heart
ást í poka
sem ekki má loka 
 
Sól og blíða
tralala 
 Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

mundu mig ég man þig

Kristín Katla Árnadóttir, 3.4.2007 kl. 20:08

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

- hamingjan hangi þér um háls en hengi þig þó ekki.....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.4.2007 kl. 20:40

3 Smámynd: www.zordis.com

Ætla að finna mér mótvægi við hálsakitl og svo pota ég í bumbu á eftir!

www.zordis.com, 3.4.2007 kl. 20:48

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Gleyptu kitlið alveg niður í tær og farðu svo út að ganga í háu grasi sem kitlar kitlið úr tánum..svo lekur það í forsk og orm sem fara að dansa saman kitludansinn öllum fiðridlum til mikillar gleði. Já svoleiðis má lífið líka vera.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.4.2007 kl. 20:56

5 Smámynd: bara Maja...

"Margur sefur yfir sig sem vaknar ekki á réttum tíma" "Fátt smátt gerir lítið eitt eða ekki neitt" bara að vera með í máltækjunum...  en góðan bata með hálskitlið.

bara Maja..., 3.4.2007 kl. 20:58

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sjaldan fellur fjallgöngumaðurinn langt frá fjallinu ... Vona að þetta hafi hjálpað eitthvað! Knús frá Skaganum!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.4.2007 kl. 21:32

7 identicon

Koníak út í Swiss miss kakó ... hlýtur að bjarga miklu!

Ég er með bumbu ...

Kossar og knús frá Akureyri!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 22:01

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Maríerlan er falllegt málverk

Solla Guðjóns, 3.4.2007 kl. 22:04

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Maríu...sko.Þú bruggar eiihvað töfraseiði og segir flensunni stríð á hendur Gvendur

Solla Guðjóns, 3.4.2007 kl. 22:21

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Prentvillupúkinn í puttana fer tataddítataddí.......omg

Solla Guðjóns, 3.4.2007 kl. 22:23

11 Smámynd: Margrét M

best erað vera einn í biðröð.... engiferrótarsoð  er gott við hálskitli

Margrét M, 4.4.2007 kl. 09:34

12 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndislegt að koma og upplifa fallegu orðin þín þau veita hlýju og gleði hjá mér sem ég tek með mér út í daginn.

Ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 4.4.2007 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband