5.4.2007 | 17:44
Unaður ... snerting .... tenging ....

Ég er tóm, eins og gamalt ílát, gömul mayonesdós ...... Ég lít niður og virði blómin sem vaxa við fætur mér! Ég vildi ég gæti litið í andlit þitt og sagt hið sama. Ég óska þess að geta lagt sjálfa mig í þig eins og ávallt! Ég dreg hvert trompið á fætur öðru og kasta því frá mér eins og hverju öðru drasli!
Hlutverk mitt er stærra, meira og betra en að horfa inn í gáttir liðinna tíma. Ef ég væri tómið sem umlykur sál mína, þá vildi ég geta kastað hulunni af og látið mig svífa. Tekið flugið hátt, hátt, hærra!
Hið eilífa líf er í þeim lit sem þú sérð það á þeim degi sem þú opnar augun!
Ég er fugl í eilífðardansi, þyrla vængjum þúsund sinnum hraðar, þúsund sinnum oftar,
ég er fuglinn sem náði ekki fótfestu, nú get ég flogið.
Þú ert styrkurinn og stoðin, þú ert mitt fyrsta flug, mitt fyrsta flug,
þú ert stökkpallurinn sem var.
Ég er farin, flogin, þen vængina,
án mín ert þú stökkpallur einskis.
Minningin um stökkpallinn skiptir mig engu máli, engu máli,
minningin um þig er horfin.
Ég er fuglinn sem flýg hjá, flýg hjá,
gömlum greinum, gömlu einskis, minningu fortíðar.
Ég er styrkurinn og stoðin, þú leitar til mín, leitar til mín,
ég er til staðar, þó fjarri ...................
Lífið heldur áfram!
Tómleikinn er ástand
Stundum er gott að vera tómur í stuttan tíma
Gleðilega Páska
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:46 | Facebook
Athugasemdir
Hjúts knús til þín sæta vængjaða stúlka á stökkpalli flugsins
Vona þú fáir fallegt kvöld í faðmi fjölskyldunnar!
Elín Björk, 5.4.2007 kl. 18:40
Knús á þig sæta vinkona ..... Faðmur fjölskyldunnar er að njóta páskahátíðar í Orihuela ... tollur vinnandi konu!
www.zordis.com, 5.4.2007 kl. 18:47
Gleðilega páska þú fallega kona !
bara Maja..., 6.4.2007 kl. 00:15
Glæðileg påska min kære, det er altid så smukt at læse det du skriver.
lys og kærlighed fra mig i Kongeriget
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.4.2007 kl. 08:07
Knús og kreist
Solla Guðjóns, 6.4.2007 kl. 10:32
knús og gleðilega páskahelgi
Ólafur fannberg, 7.4.2007 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.