9.4.2007 | 21:39
Ilmur .... Scent ..... Aroma .....
Jæja elskurnar mínar! Ég lenti nú í því óvænta, sem er af því góða! Hið óvænta góða eða slæma er okkur jafnan það albesta! Friðrik Karlsson hljómar undir þegar ég rita þessi orð! Ég elska fólk vegna minna en tóna hans! Mér líður eins og hreinni brók, eins og stöguðum sokk, eins og tandurhreinni sál!
Það er ekkert sem getur komið mér úr jafnvægi núna nema kanski Ilmur annars ............ þess er ?
Ilmur í nálægð
Stundum hugsa ég nálægt, er nálæg en samt svo fjarlæg.
Vona að þið takið eftir því sem ég tók ekki eftir, ef ekki þá skiptir það ekki máli!
Ilmur í heild sinni.
Í dag hefur dagurinn verið óræðinn, rigning og rok í huganum. Það hefur verið dásamleg rigning fyrir gróðurinn og við hjónin dásömuðum gróðurinn og munum bara ekki eftir jafn miklu vatnsfalli eins og nú. Ég elska rigningu, ég elska vatnið, ég elska tóna vatnsfalls.
Það er ekkert eins mikilvægt og vatnið, jafnvægið sem heldur geðinu í lagi! Ég tel upp að þrem.
1, 2 og ....................... 3 

Mamma þarna ert þú! Þessi elska sá mig á striganum, þessi elska sér það sem hann vill!
Lífið er eins og við viljum sjá það
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:17 | Facebook
Athugasemdir
Æðisleg! -Frábært að þú hafir getað gefið þér tíma fyrir penslana!

Hlakka til að sjá hana læf, -ég hef þau forréttindi að geta komið til þín á tveimur jafnfætis
Knús til þín sætust
Elín Björk, 9.4.2007 kl. 21:57
Æðisleg þessi mynd.
Svava frá Strandbergi , 9.4.2007 kl. 21:58
Ég sá því miður ekki það sem þú vonaðir að við tækjum eftir. Ég er svo forvitin að vita hvað það er.
Svava frá Strandbergi , 9.4.2007 kl. 23:56
einu sinni las ég að þegar listamaður málar portret, málar hann alltaf sjálfan sig ! þetta hef ég oft getað séð, bæði hjá mér, nemendum mínum og öðrum. og eins og sonur þinn segir gerir þú það líka !
ljós og friður til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.4.2007 kl. 05:18
yndislega fallegt verk
Margrét M, 10.4.2007 kl. 09:34
Gestaþraut.Segi eins og Enriq(æj kann keei að skrifa nafnið) þetta ert þú með orange litt hár
Solla Guðjóns, 10.4.2007 kl. 13:13
Takk elskurnar mínar! Madur er svo sjálfsins naegur ad eigin spegilmynd bríst alltaf upp eða út! Ekki varð ég ófrísk þótt ég hafi og máli ófrískar konur út í eitt!
Guðný Svava, taktu eftir vinstri hönd konunnar!
Takk fyrir að vera hughreystandi! Alltaf gott og hollt að fá jákvæð komment þótt svo að neikvæð geti líka verið góð!
www.zordis.com, 10.4.2007 kl. 15:00
Frábær mynd og held að sonur þinn fari með rétt mál
Rigninginn er góð,skolar öllu óhreinu burt og lang best að vera úti og njóta fegurð og ilms náttúrunnar eftir rigningu
Knús ogmgóðir straumar
Vatnsberi Margrét, 10.4.2007 kl. 16:21
Alveg yndisleg mynd - svo falleg. Ilmurinn er indæll... sagði einhver
Knús knús!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 16:26
Gullfallegar myndir.
Kristín Katla Árnadóttir, 10.4.2007 kl. 17:11
Falleg mynd, flott hár. Alltaf gaman að sjá þig í penslastuði.
Kær kveðja
Lisa (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 20:40
Vá! segi ég nú bara, þvílíkt augnakonfekt sem orðin þín og mynd er...
Heiða Þórðar, 10.4.2007 kl. 23:27
Hæa ástin bara segja þér að myndirnar þínar eru æði og endurspegla
æðið í þér
Huh frekar illa að orði komist
en þú skilur
Solla Guðjóns, 11.4.2007 kl. 01:45
innlitskveðja
Ólafur fannberg, 11.4.2007 kl. 08:05
Frábær mynd !
Börnin geta verið svo yndislega hreinskilin ......
Hafðu það sem allra best
Ps. Friðrik Karlsson virkar eins og róandi á mig .....
Anna Gísladóttir, 12.4.2007 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.