15.4.2007 | 09:09
Agndofa í sál á Sunnudegi .....
Agndofa
Hið eina sanna ljós,
... stirnir frá þér
mætir ljúfum meyjarfaðmi.
Hinn eini sanni rómur,
... hvíslar að mér
ástaratlot í sál, sannur vonarbjarmi.
Man situr agndofa af ást,
... fræ greipt í tifandi hjartað
hugur leitar um eilífðina.
Maður styrkur sem stál
... stelur stúlkuhjarta, færir blómvönd
tónaflóð fyllir hjörtu elskenda.
Þau eru ástfangin .... er á meðan er.
Pastelmynd í einkaeign mætrar konu.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Falleg orð og hugsun fyrir daginn :) knús til þín skvís
Vatnsberi Margrét, 15.4.2007 kl. 12:13
Vá nú fékk ég tár í augun.Ástin er hugljúf og yndisleg og mesta ríkidæmi hverrar sálar.Þú vaktir mig núna,er búin að vera í svolitilli reiðikrísu.Ætla í Fangið mitt og fljúga hærra.
get líka horft á og dáðst af "læv"
Skínandi bros til þín að ógleimdu knússsi
Solla Guðjóns, 15.4.2007 kl. 14:28
dásamlegt, draumakona, varstu vakandi eða í draumaheimi, þegar þú málaðir eða skrifaðir.
ljós til þín hugfögur
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.4.2007 kl. 16:46
Steina, það er spurning hvorum megin línunnar ég er Hérna í landi malbiks eða í heimi skýja og hlýju!
Takk fyrir falleg orð elsku vinir!
www.zordis.com, 15.4.2007 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.