16.6.2006 | 06:33
Ég elska blóm og náttúrulega fegurð.
Blóm eru eitt það fallegasta sem náttúran hefur að bjóða svo og fyrir utan tindrandi náttúru, birkigreinar og lúpínur (sem er blóm) svo eitthvað sé nefnt!
Ég er í blómafíling þessa dagana og sést það á mörgu sem ég tek mér fyrir hendur . Ég lenti í miður skemmtilegri lífsreynslu hér um daginn! Dettur það sísoddna í hug þegar orðið SKRIÐ er ritað. Mín var árrisul sem endranær að fá sér fyrsta kaffibollann, búin að sitja og mála nokkrar strokur sem ég geri að jafnaði í morgunsárið þegar allt er með kyrrum kjörum.
Ég sé eitthvað útundan þar sem ég er með einsdæmum úteygð (hehehe) er ekki skríðandi brún þokkalega stór vera á gólfinu hjá mér!!!!!
Arrrg.....ógeð!
Eitt stykki KAKKALAKKI var þar á urrandi hlaupum er ljóstýran magnaðist. Þessar elskur gera svossum ekkert af sér eru bara SLÉTT VIÐBJÓÐUR. I´m a killer girl! Ég náði í brúsa inn í skáp, hefði hvort um sig getað verið hárlakk eða prumpuúði og tók að spreija eins og WILD LADY (hamsterlady) Úðaði grimmt undir ísskápinn og þótti mér takast vel til en kvikyndið náði að skríða upp á innréttingu og féll þaðan máttlaus af eitri. Ég hafði náð mér í brúsa af einhverju baneitruðu að við náðum vart andanum og spurning á tíma hvort kakkalakkinn eða moi færum til himna!
Ektamaðurinn kom hlaupandi og spurði hvort ég væri alveg að tapa mér þar sem þetta væri baneitrað og mætti einungis .... bla bla bla! Hvað er hann þá að geyma þetta þar sem konur og börn ná til? Skammann!
Allavega þá er ég í blómaskapi, lofa að vera góð í dag, með brosið mitt og láta ekki smámuni stinga mig í síðuna. Er þokkalega síðugóð svo það er langt að beini!
Men, men og já í lokin dreymdi mig ofurkónguló svo nú er ég farin að kaupa lottó miða og mun sem sagt nýta mér féð til frekara náms og heiti á Lísu Skvísu í þeim efnum já og auðvitað heiti ég á strandakirkju. Tvö máttug öfl , trúin og vinskapurinn!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Það er eins og allt gerist í einu þegar þessi margfættu fara á stjá og maður þarf að ná yfirhöndini.
Blómstrandi kveðjur.
Solla Guðjóns, 16.6.2006 kl. 10:04
Ekki gott að vera með þrútið nef og hnerrana alveg á þúsund. Mér fins líka strá rosalega flott og ég væri til í að hafa huldufólk og álfa og þursa og allar heimsins verur mér við hlið ef þær ynnu mér til happs og góðs.
Knús til ykkar Hafnar píur!
www.zordis.com, 16.6.2006 kl. 14:55
Til hamingju með daginn sæta!
Kakkalakkar eru ekki mín uppáhalds dýr....hef enn sem komið er ekki fengið þá inn á heimilið á árinu....en er viss um að ég hafi verið með einn fleygan á svölunum um daginn!
Elín Björk, 17.6.2006 kl. 08:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.