16.4.2007 | 20:04
Óargadýr sem elskar og elur ....
Mér finnst ég ekki geta hugsað en það er vonandi bara skömm stund svo ég bara skammast mín á biðstofunni, nýt þess að hafa hlé og þögn. Horfi á spegilmyndina sem ég varla þekki. Sé fyrir mér óargadýr sem gefur ást og umhyggju en lekur svo eins og 17 júní blaðra og fellur í svaðið, deyr!

Ég vil ekki vera 17 juní blaðra sem fólk hyllir í einn dag og síðan ekki söguna meir. Nýjar blöðrur koma og heilla og þær falla í sama svaðið og sjást ekki meir. Það er enginn sem sleppur lifandi úr þessum krappa dansi óargadýrs og umhverfis.
Tilveran er eins og kristalstjaki sem ber logandi kertið á herðum sér, eins og fleytifullt glas af hreinu vatni eins og áveituskurður er gæðir landi líf! Hringurinn eilífi heldur áfram, við fæðumst, lifum, lærum og deyjum. Sameinumst svo moldinni þeirri auðlind sem fegurst er í þessum heimi.
Moldin litar okkur og elur, hún erum við á góðum degi, gleður okkur við uppskeruna Þegar spor þín eru komin á byrjunar reit að nýju spyrðu sjálfan þig .............. er ég á réttri leið, erum við að gera hlutina rétt, fyrir hvern lifum við og elskum. Það er ekkert eins vont eins og moldarbragð í munni en það er hins vegar ekkert eins satt eins og óþverrinn af hreinni móður jörð sem virðir okkur og dáir.

Stundum er lífið eins og snákaspilið, við byrjum ávallt á sama reit, byrjunarreit. Þegar spilið hefst fáum við öll sama tækifæri til að klífa í átt að endalokunum, við föllum eða hífum okkur á nýtt plan með nýjar hugmyndir. Óargadýrið er útsmogið og kankfullt þegar við nálgumst það. Við gefum okkur að því og sjáum fyrir furðu okkar að Óargardýrið erum við. Við sem teljum ávallt hina bera þungt skaut en það erum við sem berum byrði okkar í gegn um aldir og ævi, ár og raðir!
Wo ai Ni ætti að þýða ég elska þig
ætti sem er merki um að við erum mennsk
che che
eru þakkir heims fyrir þá sem vilja
við hin erum litríkar
17 juní blöðrur
fyllumst af lofti
föllum
deyjum
Ég er skrítin í dag og það er bara í lagi.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Gott að vera skrítinn, allavega svona reglubundið
Get eiginlega ekki séð samlíkinguna með 17 júní blöðru, þar sem góðir vinir eru ómetanlegir og ómissandi!
Gott að eiga þig að mín kæra vinkona og knús til þín
Elín Björk, 16.4.2007 kl. 20:13
Að vera skrítinn er yndislegt ... og þú ert nefnilega svo yndislega yndisleg!! knúúúúúúússs!!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 20:53
Þórdísssssssss!!!!!!
Blaðra nei.Óargadýr?Eru ekki allir með óargadýrið í sjálfum sér virkt oðru hvoru.........vona það.
Dulluknús
Solla Guðjóns, 16.4.2007 kl. 21:43
Já, þú ert pínu skrýtin, en vá hvað ég er sátt við þig!
*knúúúúúúús*
Hugarfluga, 16.4.2007 kl. 22:46
Skrýtið að þeir sem eru skrýtnir eru alltaf áhugaverðasta fólkið.
Svava frá Strandbergi , 16.4.2007 kl. 23:03
Góða nótt, skrýtna, skemmtilega dósin mín, sem ert uppfull af allavegana skondnum hlutum! Blaðra, hva...?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.4.2007 kl. 23:04
Nei skrítið að þeir sem eru alveg eðlilegir að mínu mati og þar með bara yndilsegir, opnir og næmir eru alltaf taldir skrítnir. í mínum huga er fólk stórskrítið sem þorir ekki að segja neitt eða vera neitt sem það langar og hefur ekkert samband við tilfinningar sínar eða sálina sína. Það er sko skrítið. "Venjuleg" kona eins og Zordís er bara að gera það sem við ættum öll að gera...deila,vera og upplifa lífið í sinni öflugustu mynd.
Jamm. Svona vitur er ég nú á þríðjudögum.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.4.2007 kl. 08:08
erum við ekki öll pínu skrítin stundum
Margrét M, 17.4.2007 kl. 13:04
Takk elskurnar .............. það er kostur að geta tjáð sig við fólk sem skilur, við fólk sem er og verður um aldur og ævi ..... kveðja til allra sem eru með blátt blóð og jú lika til ykkar sem slysat með það rauða! It is good to be a queen ............
www.zordis.com, 17.4.2007 kl. 13:04
Ég er stórsskrítin
Kristín Katla Árnadóttir, 17.4.2007 kl. 14:14
gott að vera 17 júní blaðra sem borðar mold, lífið er fullt af undrun og dásemd.
Kærleikur og Ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.4.2007 kl. 14:36
Knús og klem
Vatnsberi Margrét, 18.4.2007 kl. 05:08
Hæ ertu ennþá skrítin

Solla Guðjóns, 18.4.2007 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.