Af jörðu ertu komin elskan mín .....

Falin stjarna, fallið lauf.

Eftir ástríðufulla nótt, eftir snertingu við jörðina tyllti ég mér á tindinn og horfið yfir lendur mínar. Að kvarta yfir ríkidæmi er furðuleg nauð, sú geislandi vanþekking á horfi heimsins. Í löndum mínum er pláss fyrir fáa og góða, eins Jesú vinur minn sagði eða var það bróðir hans, Húsrúm er þar sem hjarta tifar (smá bibbufærsla á þessu) Já, ekki vantar hjartað í þessa mynd mannveru. Að ganga úr rúmi hefur aldrei verið vandamál, að gefa af því hreina eina, síður en svo ........ Á tindinum erum við svo nær, erum nánast komin á endastöð, þar sem heimkynni lýkur og hefst. Á þessum hlýja stað stirnir birtu og yl frá öðrum, skraf og hlátur berst í fjarlægð sem þó er nær en okkur grunar. Kanski kemst ég hærra ?? Ég sé tind sem er tignarlegur og hann er bara rétt hjá mér ................

 Red poppies ..... yndisleg blóm

 Til að komast á þennan ofurtind þarf ég annaðhvort að stökkva og taka flugið eða fara varlega niður og hefja gönguna að nýju. Ætti ég að prófa vængina mína, þeir eru þarna, ég veit það! Ósjaldan sem mér er íllt undir herðarblöðunum, þar geymi ég vængina mina, hvítu og mjúku!

 

Ást er sönn stapreynd

 

 

“Kanski” er stórt orð án mikilvægis .... kanski og kanski ekki! Ætti ég að láta slag standa og stökkva fram af eins og lítill ungi í öruggu hreiðri kvakandi móður, eins og sá er þenur vængi í fyrsta sinn. Í fyrsta sinn á nú ekki við en öll reynsla hversu lík er jafnan ný!
 
Falin stjarna eða fallið lauf.

Þegar ég var lítil stúlka gaf mamma mér stjörnur þegar ég var góð og blíð. Ég á stjörnu sem heitir sama nafni og þangað fer ég, hugsa, safna orku og hugmyndum. Þegar ég var sama litla stúlkan safnaði ég laufblöðum og geymdi í bók, stór og lítil lauf sem eru hluti af sál minni. Hluti af upphafisem seitlar nær endalokum, ævin öll.

 

Uppstilling af Zórdísi e. Botero!

 

  Gleðilegt Sumar kæru vinir á björtum sólríkum degi á Suður Spáni



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hvílíkar dáemdar lendur þetta eru til að heimsækja sem bloggið þitt er Zordís mín. Ekkert nema hreinn sumarunaður..segi það enn og aftur. Eins og að hvíla sig í hreinni lind.

Gleðilega sumarkomu mín kærust.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.4.2007 kl. 17:47

2 identicon

Bæti bara kveðju við hér líka:

Gleðilegt sumar, yndislega Zordis

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 17:52

3 Smámynd: Hugarfluga

Sumarkveðjur frá landi elds og ísa með dýfu og hrís!! 

Hugarfluga, 19.4.2007 kl. 17:59

4 identicon

Gleðilegt sumar  hmmm ... finnst ég hafa lesið þennan texta áður.

Fallegar myndir - hver er listamaðurinn?

Lisa (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 18:11

5 Smámynd: www.zordis.com

Nú er gleðilegt út að líta og óska ég vinkonu minni gleði í hjartað ....Gleði til ykkar kæru vinir! 

Lísan min, maður er kanski farin að hljóma eins og rispuð dvd eða gömul grammafónsplata.  Seinni myndin er eftir Botero ... Sú fyrri gleymdi ég að skrá hjá mér en þetta er kona sem málar engla ..... Anna Naitero eða álíka .......... sorry en ég set yfirleitt nafn á höfundi í undirtexta sem ég hef gleymt að þessu sinni.  

Eins og ánamaðkurinn þá þarf ég að klóna mig og gera svo margt ! Skeina 6 ára bossa (æ nó, doldið gamall bossi til að skeina ........... en trúið mér það er betra að ég geri það "untill he will be 35)  og Grilla nautalundir og leggja í piparsósu!  Matarkvöld í kvöld

www.zordis.com, 19.4.2007 kl. 18:47

6 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Gleðilegt sumar.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 19.4.2007 kl. 19:41

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Gleðilegt sumar draumamaskínan mín

Heiða B. Heiðars, 19.4.2007 kl. 19:58

8 Smámynd: Elín Björk

Gleðilegt sumar Zórdísin mín, takk fyrir að vera þú

Faðmlag og knús til þín

Elín Björk, 19.4.2007 kl. 21:13

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Gleðilegt sumar zordís mín frá ísaköldu landi með sól í sinni.

Svava frá Strandbergi , 19.4.2007 kl. 23:59

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Kannski?Þú ert litli unginn.Alltaf svo fersk.

Solla Guðjóns, 20.4.2007 kl. 08:55

11 Smámynd: Margrét M

sumarkveðja til þín ..

Margrét M, 20.4.2007 kl. 10:48

12 identicon

Gleðilegt sumar!

Lilja (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband