Elskur sem elska og elskast og og og .....

Ég vil alltaf vera ástfangin af þér sagði ég við Fjallið mitt í dag! 
 
Við þurftum bæði sökum starfa að bregða okkur í sama bæjarhlutann og áttum stefnumót á einum betri grænmetisstöðum bæjarins.  Ég er ólm að prófa Cous Cous en Sigrún Halla frænka mín Parísarskvísa er snillingur í gerð þessara framandi rétta.
 
Spurning hvort ég googli upp nokkrar uppskriftir eða skelli mér í helgarferð til Parísar á matreiðslunámskeið, seeeeeeem er snilldarhugmynd hjá mér!
 
En aftur að rómantísku stefnumóti á grænmetisstaðnum.  Sólin blindaði okkur bæði og um stund vissi ég ekki hvort ástin eða guli hnoðrinn væri að villa mér sýn.  Við gengum hönd í hönd inn á staðinn og vorum bæði sem blind og fengum borð fyrir 2.  Akkúrat þarna fékk ég milljón mölflugur í mallann og rifjaði upp fyrsta stefnumótið, fyrsta kossinn og fyrsta blikið.
 
Dasamlega notaleg tilvera
 
Við fengum okkur meiriháttar grænmetisrétti og fórum södd og sæl. 
 
Eitt sinn fór ég til Spámanns og hann sagði við mig ýmislegt sem hefur komið fram og sumt sem ég bíð eftir að komi í ljós.  Spámaðurinn yndislegi hefur yfirgefið okkur og hvílir nú á dúnmjúki skýji.  Ég sakna þín eins og allir þeir sem elskuðu þig og dáðu.
 
Zórdís mín hafði hann að orði.  Þú þarft karlmann sem kemur þér á óvart!  
 
Ég hugsaði að það yrði þá að vera flínkur lífskúnstner sem væri alltaf skrefi á undan.  Einstakllingur með mikið þolgæði og til í að dýrka mig sem þá gyðju sem ég er Heart  Ég fann Fjallið mitt ... þann yndislega blíða mann sem ég vil alltaf vera ástfangin af.
 
Þótt ég stígi ekki á stokk og syngi þér ástarljóð minn elskulegi maður, þá segi ég það þeim sem skipta mig mestu máli, Þér og þeim vinum sem koma við.
 
HeartÉg elska þig Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Ef þú lætur verða af snilldarhugmyndinni knúsaðu þá Sigrúnu Höllu og litlu Dúllurnar frá mér.Ef þú ert með tásurnar á hælum Fjallsinns þá hlýtur hann að vera hreynt afbragð.Smúúss

Solla Guðjóns, 20.4.2007 kl. 21:27

2 Smámynd: Ólafur fannberg

kveðja

Ólafur fannberg, 20.4.2007 kl. 22:10

3 identicon

Ég styð helgarferð á matreiðslunámskeið í París ... spurning hvort ég megi fá að fljóta með? Matur er nefnilega svo yndislegur og mér hugleikinn - alveg eins og þú

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 22:12

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Hey Þórdís franskar konur og matur er það ekki eitthvað eðal til að læra fyrir ofurkroppa eins og mig og þig??

Solla Guðjóns, 20.4.2007 kl. 23:08

5 Smámynd: Hugarfluga

Oh, en rómantískt, Zordis. Fékk alveg gæsahúð! Lovlí

Hugarfluga, 21.4.2007 kl. 00:21

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þú lifir verulega innihaldsríku lífi, Zordis. Það sem er svo frábært við það er að þú ert meðvituð um það sjálf. Áfram Zordis

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.4.2007 kl. 01:41

7 Smámynd: www.zordis.com

Nú þarf ég að finna góða cous cous helgi ... Sigrún frænka er að flytja í nýtt húsnæði bráðum svo plássið verður meira svo Doddi þú smyglar þér með   Þetta með mat og franskar konur er víst dagsatt og ég er nú þegar farin að grennast með hugsuninni einni

Þið eruð yndisleg kæru vinir,  í dag er dagur til að vinna í happadrætti, dagur til að vera sátt og sæl með það sem okkur er gefið ..... jamm, enga væmni takk! 

www.zordis.com, 21.4.2007 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband