23.4.2007 | 07:09
Kaffi á gamla mátann ....
Það var nebblega það! Kaffi á gamla mátann, uppáhellt í gegn um grisju, beðið þangað til kaffið seitlaði niður , örlitið meira brakandi soðið íslenskt kranavatn! Ég var sofandi alveg á útopnu við að hella upp á kaffi í gullfallegan kaffibolla! Draumar eru ómótstæðilegir og kaffilyktin var dásamleg á freyðandi kaffinu. Ég get ekki betur séð að þessi draumur hafa góða þýðingu þar sem kaffikannan var full og rjúkandi kaffið ómótstæðilegt!

Í dag er fallegur mánudagur sem færir okkur vonandi nær takmarki hamingjunnar! Ég ætlaði að fá mér te í morgun eftir Ananasdjúsið og vítamínið en stóðst ekki mátið og fékk mér nýmalað kaffi á nýja mátann ..... þessi tækni er alveg ótrúleg. Baunirnar settar í tækið, ýtt á einn takka og niður kemur freyðandi kaffið, bragðsterkt og gott. Ég ætla að fá mér einn til viðbótar og takast svo á við daginn.
Ég er orðin nokkuð spennt yfir hugmyndinni um samsýningu mbl.bloggara. Guðný Svava Strandberg er í forsvari fyrir þessum hóp og langar mig að hvetja alla til að skoða síðuna hennar og sjá kommentabox undir Uppstilling vatnslitir.
Með von um góðan dag
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 07:14 | Facebook
Athugasemdir
Ekki tekst mér að linka Guðný Svövu inn hjá mér en hún er hér á vinstri hönd með brosið sitt undir ipanama. Já, ég er ekki mjög tæknivædd eins og kaffikannan!
www.zordis.com, 23.4.2007 kl. 07:33
Skemmtilegar og flottar myndir hjá henni.GO GIRLS
Solla Guðjóns, 23.4.2007 kl. 08:39
Vonandi geti þið haldið sýningu saman, og veistu það zordis ég á alveg eins kaffi box og er á borðinu.
Kristín Katla Árnadóttir, 23.4.2007 kl. 13:58
Hæ og bæ. Ætla að standa upp og fá mér kaffi.
Svava frá Strandbergi , 23.4.2007 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.