25.4.2007 | 16:13
Gefum frá hjartanu ...
Ég fékk gjöf í formi orða frá lítilli stúlku í dag! Hún gladdi mig svo óvenjumikið og faðmaði mig. Þessi stúlka heitir því fallega nafni Genesis og gaf frá sér fagran lífsneista og brosti svo fallega til mín. Svo sneri hún sér aftur að leik sínum og valhoppaði frá mér ..............
Ég verð að koma gjöfinni áfram og langar að gefa eitthvað af sjálfri mér, eitthvað til þín sem lítur stundum við, tyllir þér hjá mér og gefur mér nærveru þína í umsagnardálkinum (kommentaboxinu) hér að neðan.
Gulur, rauður, grænn og blár, svartur, hvítur fjólublár!
Hver man ekki eftir því að hafa leikið í þessum leik. Hvert þrep í stiganum hjá ömmu-mús hafði lit og við stukkum upp og niður óþreytt allan daginn. Þau sem þreyttust mest voru fullorðna fólkið sem hafði svo margt öðru að sinna. Hugleiddi ábyrgðina sem lífið var að skapa, hlátrasköll og gleðilæti, stundum grátur og angistartónn í okkur barnabörnunum sem vorum þá ófá.
Eitt sinn í þessum vinalega teppalagða stiga á Unnarbrautinni í hverfi 170 Seltjarnarnes. Stóð lítið ofurhugað stýri ofarlega og hugði á flug. 4 ára að þenja litla bómullarvængi, taldi upp að 3 og lét vaða! Flugferðin endaði upp á gamaldags ryksugu sem skar í sundur höku og þurfti að sauma til að koma krakkanum í samt lag.
Örið er á sínum stað en ég man ekki fyrir mitt litla líf hvað ryksugan heitir. Dæmigerð Sixties tísku ryksuga. Stálgrár belgur með þykkri sugu / snúru. Hver man nafnið???
Lífið er yndislegt ég geri það sem ég vil ..... hljómar kunnuglega, ég veit!
Secret myndin kom til tals í dag og frábært hvað fólk getur í afli hugarvísinda.
ég get, ég vil, engin takmörk bara muna að óska sér rétt
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
man eftir þessum leik þó ég reyndar stundaði hann sjálfur litið vegna annara prakkarastandi hehe
Ólafur fannberg, 25.4.2007 kl. 16:17
NILFIX!!!! -Er þakki annars?
Þú ert með tröppur, viltu vera memm?
Og ég man líka þennan leik, rosa skemmtilegur
Knús á þig sæta vinkona!
Elín Björk, 25.4.2007 kl. 18:57
Já ég man líka eftir þessum leik
Kristín Katla Árnadóttir, 25.4.2007 kl. 19:33
NILFISK ............................... Var það heillin! Ég er sem sagt með Nilfisk merki á hökunni, svona kúl grá típa! Er það ekki jákvætt
www.zordis.com, 25.4.2007 kl. 20:24
Besta gjöfin kemur frá hjartanu, þess vegna vil ég senda þér
og knús líka 
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 00:13
Auðvitað var það Nilfisk, þær voru bestar, þó þessi hafi reyndar meitt þig.
Svava frá Strandbergi , 26.4.2007 kl. 01:24
Solla Guðjóns, 26.4.2007 kl. 16:36
Hæ átti nú ekki að verða svona stór en vildi senda þér eitthvað fallleft til baka og tænkin tók völdin
Solla Guðjóns, 26.4.2007 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.