28.4.2007 | 08:23
Uppsprettan .....
Í upphafi "var" tindrandi minning er tilheyrði öðrum,
mín tilvera, af þinni ást, sköpun og frjó.
Lífið byrjað sem unaðsreitur,
í verki, í orði, ég þorði.
Áður en stökk inn í líf mitt var um margt að hugsa, margar svipmyndir liðu hjá. Eins og gömul skrudda með lífsminningum fyrri tíma. Ein reynsla skapar aðra og eitt tár annað. Ástin og hlýja þín veitti mér styrk, ómældan styrk til að vera það sem ég er, það sem ég kaus og þráði.
Ég sjálf

Trú á líf er mismunandi eftir menningarþáttum þessa misyndislega heims. Fegurðin er einfaldlega "geislun frá augu sjáandans". Við getum litið sama lækinn og sagt; "sjáðu hvað móðir jörð hefur gefið náttúrunni fallegt stæði fyrir lifsgjöfina vatnið" eða "þetta er nú ljóta sprænan og engin brú í grennd" . Sannast að fegurð og tilfinning er afstæð.


Enn einn draumurinn hélt mér á mjúku skýji.
ég get valið það sem ég vil
ég get verið ég sjálf
ég ræð
Sólargeislarnir skína í gegn og bjóða mér góðan daginn.
Englar eða Menn
Ég ætla að svífa inn í daginn minn!
Eigðu yndislegan dag kæri vinur.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Góðan daginn, ljúfust.
Lisa (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 10:19
Hafðu það gott í dag englakona
Kristín Katla Árnadóttir, 28.4.2007 kl. 11:05
Væri gaman að vakna við sólargeisla Spánar.
...en ekkert að því, bý víst á Íslandinu sem býður manni á veðurhlaðborð á hverjum degi, ekki öll lönd sem geta státað að því
En Kópavogssólin skín þó blessaði vindurinn hangi hér yfir
Eigðu yndislegan dag og helgi!
Srósin (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 11:58
Ég er svo feginn að upplifa reglulega það, að þegar ég segi að eitthvað sé flott þá finnst öðrum það lélegt ... þegar ég sé fallega konu, segir vinur minn "oj" ... þegar ég bý til dýrindis mat og slefa yfir bragðinu ... þá gæti öðrum orðið flökurt.
Fegurð er sannarlega afstæð.
Þú ert minn engill, dúlla!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 12:46
Ekkert er eins gott og geðveikt svo ég segi nú eins og unglingsstúlka að vera fegurst í augum þess sem maður elskar. Það er algert trufl.

Eigðu yndislegan dag knúsan mín..ertu búin að lesa meilið þitt? Eru þetta ekki hugmyndir frá Himnaríki?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.4.2007 kl. 13:12
Ég var að lesa mailið Katrín og fins það alveg æði .... það hlakkaði innra með mér og þetta með krossinn þinn finst mér alveg dásamlegt. Til hamingju með það!
Engill, engill herm þú mér ... hver í heimi maður er? .......................
www.zordis.com, 28.4.2007 kl. 13:30
Hæ englaDís.Eigðu góðan dag
Solla Guðjóns, 28.4.2007 kl. 14:01
Maður dæsir bara
Eigðu yndislegan dag, yndislegust
Lilja (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 17:46
Takk fyrir að kveikja á hugsanaþræðinum mínum. Fallegir þankar eins og venjulega, Zordis mín.
Hugarfluga, 28.4.2007 kl. 19:46
Helgarkvitt
Gerða Kristjáns, 29.4.2007 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.