2.5.2007 | 09:56
Sársvöng í sálinni ...
Ég er að hlusta á útvarpið á meðan ég starfa ... undurfagrir tónar fylla vit mín og ég loka aftur augun og set mig í samband við þuluna sem hvíslar að mér orðunum. Ég þarf að ná einbeitingu, þarf að stilla mig inn á það sem ég er að gera.
Ég hef verið að huga að skrifum bloggvina minna og hef verið að spekulera í húð og höndum, atorkusemi og framkvæmd sem fer ekki alltaf saman. Mér er innankallt og ég spyr afhverju?
Kanski get ég fengið,
augun þín lánuð.
Og, kanski líka,
gömlu skóna þína.
Bara, í eitt augnablik,
sem er ekki svo lengi.
Skoða málin frá hæsta hól,
í lillabláum kjól.
Vera hrafn á flugi,
vera köttur á stól.
lita hafið rautt,
og grasið blátt.
vera sýn eitt augna,
í gömlum skóm.
Ég er með kaldar hendur og kaldar tær, sit í kínajakkanum mínum á svörtum stól sem hvorugt iljar ..... Ég bít í mínar mjúku kinnar og hugsa til Fjallsins míns, kanski vill hann hlýja mér og gefa mér bros. Kanski kemur hann að vörmu spori og segir mér það sem er svo sniðugt.
Ég þarf að vera dugleg og sendi ykkur kveðjur í dag sem er hinn fínasti, þótt mér sé kallt, með kalda fingur og kaldar tær. Væri til í að kúra núna og stinga köldum tásum á uppáhaldsstað, og svífa yfir jörðina eins og vindur um eyru. Dugleg er það sem ég ætla að vera í dag
Þá er það ákveðið, hvað ætlar þú að vera í dag
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Ég ætla að vera í jólaskapi og skapa hugmyndina sem datt í kollinn á mér þegar ég borðið morgunmúslíið mitt, hringja nokkur símtöl og senda upplýsingar á netinu vegna hinnar vinnunnar minnar sem ég lít reyndar ekki á sem vinnu heldur samvinnuverkefni sála sem vilja verða allt það besta í sjálfum sér..hengja út rúmfötin sem eru í þvottavélinni og hugsa um tilfinninguna sem kom til mín í morgun þegar ég hugleiddi allsnægtir. Og pakka bestu skónum mínum í silkipappír og hlýja sjalinu mínu og senda til konu á spáni...og heitar hugmyndir um brú milli hita og kulda til hennar líka.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.5.2007 kl. 10:07
Ég verð syfjaður myndskreytir og hugsa hlýtt til þín, kela vð kisurnar mínar og fer í göngutúr í rigningunni.
Svava frá Strandbergi , 2.5.2007 kl. 10:11
Eitt enn...Það er til chickensoup for the soul...myndi hún hjálpa?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.5.2007 kl. 10:20
takk takk .... hljómar ríkulega. Kjúllasúpa er galdrameðal og takk takk fyrir skóna og sjalið! Yndislegt að eiga góða að. Ég náði að einbeita mér og er að leggja lokahönd á það sem hefur legið á mér
Ná smá djupöndun og vera bein í bakið ..... Kveðjur á ykkur kæru vinkonur.
www.zordis.com, 2.5.2007 kl. 10:36
Fyrir kalda fingur og kaldar tær sendi ég þér mínar hlýjustu kveðjur. En ef þér hefur hlýnað af sjali og kjúllasúpu ... þá nýtirðu kveðjurnar bara á annan hátt.
Kærar og hlýjar kveðjur frá Agureyris...
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 11:06
Æi með kaldar fingur og kaldar tær ekki er það gott hafðu það gott ljósið mitt.
Kristín Katla Árnadóttir, 2.5.2007 kl. 11:52
Kaldar hendur = heitt hjarta!!
Vonandi á dagurinn eftir að ylja þér.
Srósin (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 13:02
Ég er ekki frá því að kuldan hafi ég tekið frá þér til mín, vona allavega að þér sé orðið hlýtt.
Í kvöld ætla ég í keramik með Sigurrós :)
Knús og kossar til þín
Vatnsberi Margrét, 2.5.2007 kl. 17:30
Ég er heima að passa upp á frostrósir tvær
á meðan ég endasendist fram og til baka í huganum og pæli í "hvað ef" og "hvað ef ekki" ... nóg að gera í kollinum mínum.
Hugarfluga, 2.5.2007 kl. 17:58
Það sem ég ætlaði að gera í dag stóð ég fyllilega fyrir.Það að vera vinur barnana minna í blíðu og stríðu var fullt verkefni í dag.
Hlýjar hlýjar knúsutáslukveðjur
Solla Guðjóns, 2.5.2007 kl. 21:34
~*~ KnÚs ~*~
Lisa (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 22:05
Ég skal gefa þér smá hita, ég á nóg af honum þessa dagana, kemur og fer á korters fresti
Margrét Birna Auðunsdóttir, 2.5.2007 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.