Gróður ....

Svo, sérdeilis óður þessi dásamlegi gróður er teygir anga sína upp upp á fjall, upp að fjallsins brún!

Segi nú bara svona af því að það er svona dásamlegur dagur, sólin skín á sjálfum degi mæðra hér á Spáni.  Ég fékk gjafir frá englunum mínum ..... Ekki vantaði ástarjátningar og heimagerðar gjafirnar!  Ég er búin að vera nokkuð dugleg, vaska upp frá gærdeginum (ekki dugleg í gær) mála og hlusta á tónlist, hlaða eina myndavél til að geta tekið mynd af gróðrinum sem er svolítið abstrakt.

 

Gróður
 
Olía á striga ... notaði kampavínsflösku og pensil strý og sullumallaði þennan heim gróðurs.
 
Dálítið dimm þar sem ég var með gömlu vélina okkar, en hún sést alveg nægjanlega.
 potið okkar  mæðgin

 

Hér sést út í portið okkar en þarna eigum við margar notalegar stundir.  Sonur minn tók svo mynd af okkur mæðginum á sína vél .....  Ég fékk s.s. hans vél lánaða til að taka mynd!  Hann er duglegur að skjóta af myndum hér og þar.  Af flísum, gólfum, veggjum og loftinu!  Hver veit hvað þessi litli myndasmiður hefur heiminum upp á að bjóða.

Við tókum fleiri myndir og var Íris Hadda með á þeim en skilyrðin því miður afleit.  Best að finna aðra mynd af fallegu dúkkulísunni minni og bæta við þessa röð svo hún verði ekki útundan.

Íris Hadda sæta Elsku yndisfríð mín hún Íris Hadda er orðin 12 ára gömul.  Rosalega dugleg stúlka.  Núna er hún úti á línuskautum í geislum sólarinnar.  Við ætlum að grilla í dag á grillinu sem sést á myndinni hér að ofan ef yfirgrillarinn kafnar ekki úr hita bara!  Nehhhh .... kanski ekki það hlýtt að ofurmennið mitt kafni úr hita.  Ég gæti t.d. sprautað yfir hann vatni og dáið úr hlátri  LoL

Nei, best að vera bara ljúf og góð lítil eiginkona, setja í eina þvottavél og bíða spök þar til ég get hengt þvottin út.  Tekið svo væna Siestu ..... dormað og horfið frá tilverunni inn í draumparadísina sem tekur mér opnum örmum.  Þar sem allir dagar eru fallegir, allar dagar í fögrum lit og ljósi.

Nóg er komið af rausi í kerlingunni, eitt stk. þvottarvél sem bíður eftir gælum.  Salatgerð, eitthvað grænt og gott fær að fylgja nautalundinni niður með einu rauðvínsglasi .... 

Ég ætla ekki að gráta í dag, nema það sé af einskærri gleði og hamingju!  

Eigðu yndi á góðum degi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Þessi yndislegi gróður er aðeins að taka við sér hér

Eigðu góðan dag

Vatnsberi Margrét, 6.5.2007 kl. 12:17

2 Smámynd: Hugarfluga

Falleg eruð þið, Zordísin mín. Dóttir þín afskaplega lík þér og ég sé að sonurinn ber yfirbragð föðurins ... suðrænt og fallegt. Ég fæ alltaf gott í hjartað að vita af þér þarna í sólinni og appelsínugula litnum.

Hugarfluga, 6.5.2007 kl. 12:56

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Falleg mynd af  þér og börnunum. Eigðu góðan dag.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.5.2007 kl. 13:07

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Zordísin mín...ég er mjög flink að bíða eftir þvottavélum sem eru að dunda sér við að þvo. Get bara komið og aðstoðað þig..en verð því miður að fara á kaffihúsið og hlusta á undurfagran söng í eftirmiðdaginn og kannski dreypa á nokkrum dropum af bleiku rósavíni með þar sem það er frídagur á morgun og allt rólegt. Srákurinn að fara í gistinug hjá vini sem býr á óðalssetri með jörð og dóttirin á afmælispartýdískó. Eigðu frábæran dag og gott kvöld.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.5.2007 kl. 14:04

5 identicon

Í augnablikinu felst fegurðin á Akureyri í því að skýin hlamma sér yfir bæinn og frussa við og við yfir okkur ... en það er jú ákveðin fegurði í frussi, er það ekki? Yndislegar myndir sem fylgja þessari færslu og börnin þín dásamleg.

Það er engin þvottavél ... jú, andsk... hér man ég ... þarf að þvo buxur, stakk og nokkra minni hluti fyrir morgundaginn ... eini söngurinn hins vegar verður Eurovision lag í tölvunni hjá mér, ásamt því að ég raula með.

Dagurinn í dag fer alltaf eftir því hvernig maður lítur á hann. Núna finnst mér gráa hlussuskýið svo fallegt, mystíkin ræður og röð afmæla er hafin. Bróðir minn í gær, amma og frændi í dag, einhver skrítinn á morgun, systir á þriðjudag, mamma 21. og Stebbi bróðir 26.   ... eurovision og kosningar ... maí er bara æði!

Þú líka!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 14:16

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Eigðu sjálf yndislegan dag, kvöld og nótt, Zordis min.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.5.2007 kl. 22:52

7 Smámynd: Elín Björk

Mér finnst Gróður æðisleg mynd, og hlakka til að sjá hana læf!
Portið þitt er líka frábær staður... júnó, ænó  Þarf að fara að lauma mér til þín með eitt stykki (eða tvær) kampavínsflöskur, dást að myndum og njóta samveru þinnar elsku vinkona
Knús til þín sætust!

Elín Björk, 7.5.2007 kl. 08:48

8 Smámynd: www.zordis.com

Já, vertu velkomin saeta vinkona min!  Og án Þess að gera upp á milli þá eruð þið öll velkomin .... Gott grill og nóg af plássi

www.zordis.com, 7.5.2007 kl. 18:29

9 Smámynd: Solla Guðjóns

 mér finnst alltaf svo gaman að sjá myndir af Írisi Höddu og sjá hvað hún er að fullorðnast og verða mikil skvísípæ,mna svo vel eftir þegar hún var að skottast í Norðurbyggðini og náði varla uppfyrir grindverkið

Solla Guðjóns, 7.5.2007 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband