Lestu í lófann minn ...

Ég bið þig ekki um meira, sjaldan bið ég þig um nokkuð og oftast ekki um neitt.  Í dag eftir dekur með dóttir minni á degi móður þá setti ég á mig maska sem gerði mig að gamalli konu W00t

Heart

 

Lestu í lófa minn .....

Lestu í lófa minn .....Varla hefur liðið einn andardráttur í þessi 38 lífár mín.  Þó hef ég brotist í heim fullan af lífi, söng, af sorg af öllu sem lítill söngfugl getur gefið úr undurfögrum líkama.  Lítill fugl er syngur í takt við fótspor í takt við gjafir morgun dagsins.  

Kíktu nú í lófann minn og sjáðu hvað það er mikil spenna framundan, kíktu í sjáaldur mitt og lestu í iljarnar. 

Þar eru  myndir framtíðar sem opna augu mín, gera mér lífið ljóst með þeim hætti sem lífið eina.

Ljósið eina skín frá þér kæri vin.

 

Heart

Ást í poka sem ekki má loka 

 

Yndisfríð Íris Hadda
 
Línuskautastelpan mín
 
...
 
Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Þetta er alveg spes mæðradagur .... Dagur allra mæðra í dag!  Góður matur og notalegheit, andlitsmaski og letilíf! 

www.zordis.com, 6.5.2007 kl. 19:09

2 Smámynd: Solla Guðjóns

hef ekki við en varð að kíkja við voða mikið að gera með eina að verða 3.ára kíki þegar engillinn er sofnuð

Solla Guðjóns, 6.5.2007 kl. 19:26

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Sendi þér smá vinkonu  ástarmola í poka. 

Svava frá Strandbergi , 6.5.2007 kl. 19:46

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Les bara að línurnar liggi um víða veröld og allan geim...og svo aftur heim! Að lag lófans sé hið sama og lag jarðarinnar, opin, gefandi, ástrík og stundum sorgmædd.

Faðmlag.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.5.2007 kl. 08:13

5 Smámynd: Elín Björk

Ég sé vinkonukvöld í portinu þínu
Annað knús til þín!

Elín Björk, 7.5.2007 kl. 08:50

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég sé háan, dökkhærðan mann og sjóferð. Einnig er hér happdrættisvinningur og stöðuhækkun. Líf þitt verður samfelld dýrð!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.5.2007 kl. 09:06

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hafðu það gott með fjölskyldunni  elsku Zordís. 'Ast í boka sem ekki má loka.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.5.2007 kl. 09:54

8 Smámynd: Margrét M

ástrík hönd sem hefur gengið í gegnum ýmislegt 

Margrét M, 7.5.2007 kl. 10:02

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég sé fullt af ljósi, kærleika ogfaðm sem rúmar allt.

ljós til ljóðsins

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 7.5.2007 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband