8.5.2007 | 11:58
Að sleppa ....
Ef ég, af hæsta hól, stekk og læt vindinn bera mig sé ég kanski nýjan heim og ný tækifæri.
Ef ég, sting mér á hafsins djúp og læt öldurnar bera mig sé ég kanski gullsins geisla og strauma verða mína, verða hluti af mér.
Hver veit? Sennilega enginn ef hann sleppir ekki.
Í dag ætla ég að sleppa, finna liti og mála tilveruna mína í þeim eina tón sem sálin kallar á.


Í dag fór ég í vinnuna alsæl og er búin að hafa brjálað að gera. Koma frá mér gögnum, verið í sambandi við gefandi manneskjur sem ég vil fylgja inn í framtíðina.
Ég get nú ekki annað en brosað þegar ég hvísla að þér "ætlar þú að hafa Eurovision partý" um helgina ........
Ég ætla að koma mér fyrir í fallegasta bollanum sem amma gaf mér. Ekki ósvipaður þeim á myndinni hér til hliðar! Ég ætla að digga þig kæri vinur og hafa það gott og láta mér hlakka til kvöldskemmtunar í faðmi fjölskyldunnar og kanski fá vini í heimsókn.
Það væri gaman að fá vini í heimsókn, bjóða uppá brauðtertu og kampavín .... smápizzur og sódavatn! Stilla svo flatarann í botn og njóta gleðinnar þegar við SIGRUM. Sé það fyrir mér, Eiki Hauks vinnur og Ísland langflottast eins og vera ber.
Að sleppa er að sjá heiminn með nýjum hætti
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:03 | Facebook
Athugasemdir
yndisleg mín kæra, engill med englum
ljós frá mér.
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 8.5.2007 kl. 12:06
Já gott hjá þér ég ég ætlla líka að hafa það næs , og horfa á Eika í Eurovision.
Kristín Katla Árnadóttir, 8.5.2007 kl. 14:30
Ég held að Eika eigi eftir að ganga vel, alla vega verður þetta spennandi kvöld.
Svava frá Strandbergi , 8.5.2007 kl. 15:07
Virðist vera hluti úr ljóði .... túlkun væri betri í heild en hér er verið að tala um þann sem er látinn ef ég skil rétt!
En nú, sefur endalaust
þarinn og jurtin (í eintölu þari en ekki ft. eins og í ljóði)
Opna með öruggum fingrum
Blóm eilífðar sinnar
Sirkabát svonna gæti það verið en ljóð í beinni eru tilfinningatengd.
Calavera = Beinagrind
Ljóð er líkingamál og þetta er eins og ég segi, virðist vera hluti úr einhverju stærra og miklu meira!
Ég segi Áfram Ísland ......
www.zordis.com, 8.5.2007 kl. 19:31
Oh..svona þýddi ég ljóðið..mér fannst eitthvað svo augljóst hvað það þýddi?
Petra þú ert fínni en syndin
Og gott að þú fórst á Herbó
miklu betra en að fara í skurðaðgerð
á gólfinu með kálfunum.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.5.2007 kl. 20:31
Mér finnst þýðingin þín flott Katrín! Svona brosgefandi atómsfíling
www.zordis.com, 8.5.2007 kl. 20:41
Já, þú átt nú flottar græjur fyrir áhorfið ;)
Takk fyrir sopann áðan sætust og lánið á eyrum fyrir kvartandi kveinku ;)
Knúsur og smúsur til þín engilfríð!
Elín Björk, 8.5.2007 kl. 22:10
knús
Vatnsberi Margrét, 8.5.2007 kl. 23:43
Tek undir með Guðmundi ... ég er hrikalega nervus!!! Ég finn ótrúlega jákvæðni fyrir keppninni en svo koma önnur lög í hugann, sem okkur þykir ekki eins góð, en gætu fengið hæglega atkvæði úr suður- og austur-evrópu. Nú er bara að vona að okkar nágrannar standi sig betur en í fyrra og árið áður ... get sosum ekki skammast yfir þeim í fyrra þar sem atriðið okkar var ekkert húrra ... en núna erum við með pró mann í dæminu, æfingar gengu frábærlega og bjartsýnin ríkir ...
Áfram Eiki - þú átt eftir að standa þig. Hvort sem þú syngur bæði á fimmtudag og laugardag eða bara á fimmtudeginum ...
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 01:47
Það er sko hægara sagt en gert að sleppa! Það er yfirleitt það síðasta sem nokkur manneskja gerir og þá ekki fyrr en ekkert annað er eftir.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.5.2007 kl. 07:31
við sigrum þó að við verðum ekki í fyrsta sæti
Margrét M, 9.5.2007 kl. 13:56
Þú sérð örugglega Fannberg í hafsins djúpum
Þangað til annað hugsanleg ósennilega eiginlega ekki humm kemur í ljós tel ég nokkuð víst að Eiki meiki það
. Katrín er snildarþýðandi
Knús á þig
Solla Guðjóns, 10.5.2007 kl. 03:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.