14.5.2007 | 19:15
Borð og borð og borð og ðrob .....
Af heimskunnar ást og elsku umhverfis þá elska ég borð sem eru gerð úr tré! Mér finnst gott að hafa tré, hreint efni í nálægð við mig og eftir bestu getu faðma ég tilveru mína.
Svo hugsa ég eftir að hafa hyggað mér með eikarhúsgögnum mínum að ég sé bara í nokkuð góðum málum.
Barátta góðs og ílls er ofar mörgu öðru og við erum að dæma fólk í tætlur af því þeir gerðu þetta eða gerðu hitt sem er ekki viðurkennt! Margt ljótt og ég hugsa hvort það ljóta sé afleiðing þess er fólk tekur sér fyrir hendur.
Umheimur elur börn sín upp með siðlausa hugsun helgi e. helgi, öld e. öld og er svo hissa yfir siðleysi nútímaþjóðfélags! Ísland á svo margt og mikið sem endurspeglar sig í hroka og umhirðuleysi.
Mig langar að vera raggeit og segja, á mínum stað og minni stund standa orð mín með mér á móti þér! Þér er velkomið að hafa skoðun á móti minni segja mér hvað þér finst en mundu, ég er ekki að setja út á þig!!!!!
Hvað er ég að gera?
Eftir að hafa faðmað EIK, þá er ég að endurspegla skoðanir sem ég fann í berki, sem ég fann í ilmi laufs, sem ég fann í hjarta sem snart náttúru.
Í lífinu er svo margt annað en minniháttar venjur og meiriháttar sorgir. Í lífinu lifa manneskjur eins og ég (minniháttar) og þú (meiriháttar) djí, eða var það öfugt!
Spilliing heimsins er hluti af þínu uppeldi, ekki dæma of hart né fyrirlíta. Við getum einungis litið í eigin barm, það var okkur kennt frá auðmjúkri ást sem gat ekki annað, er kunni ekki meir!
Við gerum jafnan okkar besta, stundum blindar siðferði okkur og við misstígum okkur í lífinu. Misstígum okkur og gerum slæma hluti sem við dæmum út frá okkar eigin sjálfi!
Að vera Meirháttar eða Minniháttar er ekki umfjöllun frekar en að vera flís í skinni eða ormur á silki!

Við erum öll af sama efni, öll alin upp af sannri ást, þeirri einu sem við þekkjum og gerum öll okkar besta! Stundum er það besta ekki nóg til að umbera og fagna né til að faðma.
Hvað er fyrirgefningin ... er hún bara fyrir ættingja og vini er fyrirgefning til í hjarta okkar? Spurning að hverjum þessi spurning snýr ......... eitthvað eitt er ekki fordæmi fyrir aðra þótt það sé þúsundum heilun og öfugt. Megi Guð í sjálfum okkur heila og lækna!

Of mörg orð missa mark sitt og skilningur hittir hvergi!
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:59 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir góðan pistil, sem vekur mann til umhugsunar.
Þröstur Unnar, 14.5.2007 kl. 19:36
Borð eiga alltaf að vera úr við, finnst mér. Hvort sem um eik, furu, beyki eða eitthvað annað er að ræða.
Að þessu leyti finnst mér sumarbústaðir nefnilega svo töfrandi ... það er eitthvað svo yndislega yndislegt að vera umkringdur viði og viðarhúsgögnum ... og kannski tefla með viðarkubbum? Alla vega, þá ætla ég einhvern tíma með mína fjölskyldu í sumarbústað (næsta ár?) og upplifa yndislega stemmningu.
Hef ég sagt þér hversu vænt mér þykir um þig, Zordis?
Hafðu það yndislegt, knús frá Akureyri -
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 19:57
Þitt eikarborð er næstum eins og mitt massíva eikarborð sem ég elska útaf lífinu og geri mest alla vinnuna mína við. Ég vil hafa við og stein og leður og gler og leir alltum kring. En fyrir utan það að velja eik ertu gáfuð gyðja mín með djúpan skilning. Finnurðu ekki þorsta þeirra sem hér koma við???
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.5.2007 kl. 20:23
Ólafur fannberg, 14.5.2007 kl. 22:22
Sófaborðið mitt er yndislega fallegt, með hringlaga plötu og sex fagurlega renndum fótum sem ganga niður í hring að neðan sem heldur borðinu betur saman. Ég kollféll fyrir því þegar ég sá það í Góða hirðinum og sonur minn pússaði það flott upp. Borðið er að sjálfsögðu úr eik, dökkri. Það kostaði fimmþúsund krónur en er samt minn helsti dýrgripur sömuleiðis hvíldarstóll úr þykku leðrii sænsk gæðasmíði og alveg eins og nýr. Hann keypti ég í Notað og nýtt og kostaði hann líka fimmþúsund krónur. Hann er líka dýrgripur. Gæði í gegn fara aldrei í tísku og ég elska gamla góða hönnun sem er klassísk.
Svava frá Strandbergi , 15.5.2007 kl. 00:41
Ég vil eitthvað öðruvísi..borðið úr massívri eik..6 tauklæddir stólar upp á gamla mátann og tveir svartklæddir leðurstólar sem verða samt eldrauðir með árunum og notkun með...svolítið allt úr takt en samt svo flott saman. Kolféll fyrir þessari óvenjulegu samsetningu.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.5.2007 kl. 01:06
Ég er borð
Solla Guðjóns, 15.5.2007 kl. 09:00
Þetta er ýndislegur pistil þetta er allt rétt sem þú segir þú talar fallega knús til þín.
Kristín Katla Árnadóttir, 15.5.2007 kl. 10:49
yndisleg færsla, og mikid sønn. ad benda visifingri á adra og dæma, bendir madur 3 ad sér ! litlafingri, baugfingri ig løngutøng.
Sannlaikurinn er einnig á svo mørgum plønum, eins mørgum og vid erum mørg, vid høfum hver sinn sannleik og lifum eftir honum, thannig verdur lífid í mørgum løgum, med mørgum sannleikum.
Ljós og Kærleikur til thín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.5.2007 kl. 11:56
Ég elska líka borð og elska líka að BORÐA :P
sigrún (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 12:51
Þetta eru frábærar pælingar, Zordis. Já, fyrirgefningin er eitt af þeim hugtökum sem ég hef velt mikið fyrir mér, áratugum saman. Niðurstaða, tja? Ræðum hana síðar!!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.5.2007 kl. 14:08
www.zordis.com, 17.5.2007 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.