15.5.2007 | 15:48
Eftir unað og yndi nætur ...
Þegar hitastig er komið á það stig að kona þarfnast ekki klæða nema til að hylja kynferði sitt ... þegar bólfélaginn er eins og tígrisdýr á veiðum, þá er kominn tími til að "plögga" loftkælinguna!
Það er svona molla búin að vera undanfarnar nætur og maður má þakka fyrir að verða ekki bommsa daisy!
Það er liðið á daginn og ég er opinberlega hætt að vinna en ætla aðeins að dudda mér við eitt verkefni og fara svo heim með litla baldna drenginn minn sem gæti tekið upp á því að vera íkorni og stökkva út um alla stofu. Af borði, á sófa, um gólf, í öll hólf og út um allt! Þolir ekki mikið við í kyrrðinni enda iðar hans yndiskroppur af lífi og leik!
Hátt í 40° þykir svo sem ekki mikið þegar kona liggur við rætur hafs þar sem sandur og saltþrunginn vökvinn mætast! Þegar kona getur tipplað og andað að sér uppgufun náttúru eins og lífið eigi hvorki upphaf né enda. Það er gott að vera til þótt svo að alvaran hvíli við lendar og stuggi við göngulaginu.

Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:00 | Facebook
Athugasemdir
Hér á Akureyri er sól, blár himinn og grá ský í námunda ... sumum er kalt, öðrum ekki. Skiptir ekki öllu þegar maður er hvort eð er vinnandi inni allan daginn. Fékk mér böku áðan og borðaði úti ... reyndist dáldið erfitt að lesa Moggann í leiðinni ...
Hey ... hvar er ég ... já þarna ... hjá Pálma - ok , þá er þetta í lagi...
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 17:25
Móðir kona meyja...tígrisynja og höfrungamóðir..eigðu dýrðardag og kvöld. Nóttin er svöl!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.5.2007 kl. 18:57
Ég gæi ekki lifa að hafa 40 sigahita úti ertu ekki þreytt í svona miklum hita ??
Kristín Katla Árnadóttir, 15.5.2007 kl. 19:43
Kona er ótrúlega spræk þar sem hún heldur sig á skuggsælum reit og lætur gusta um sig með kælingu ( þó í hófi ) Verra að vakna upp á nóttinni í hitamollu en þetta er nú óvenjulegt miðað við árstíma! Koss á ykkur kæru bloggvinir
www.zordis.com, 15.5.2007 kl. 20:00
Vúhú!!
Knús á þig, gyðja
Lilja Haralds (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 20:04
Mmmm hugurinn ber mig hálfa leið...
bara Maja..., 15.5.2007 kl. 20:35
Þú segir svo æðislega frá, Zordís! Ég fæ alveg fiðring niður í tær við tilhugsunina um þennan hita og svita. *roðn*
Hugarfluga, 15.5.2007 kl. 22:08
Zordís dúlla ... hvernig gerirðu svona flott og lætur þín komment á færslunum vera græn? (mig langar í svoleiðis .... mig langar svo mig langar svo ... að lyfta mér á kreik...)
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 22:28
HæþEr þreyttust
Knús á þig 
Solla Guðjóns, 16.5.2007 kl. 00:32
þetta er heit færsla, fann lykt og næturhita.
hafðu fallegasta dag í heimi.
Ljós
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.5.2007 kl. 04:34
Doddi "minn" til að vera grænn í svörum þá þarftu að fara í Stillingar og útlit og breyta lúkkinu á síðunni þinni .... Það er held ég galdurinn
Þetta verður góður dagur, það væri óskandi að kona væri bikiní vaxin til að geta spókað sig um léttklædd - ari, en ég er víst ekki þannig og hyl mig eins og múslima konu sæmir
www.zordis.com, 16.5.2007 kl. 07:00
Eigðu ljúfan dag mín kæra yndislega mannvera
Heiða Þórðar, 16.5.2007 kl. 08:10
Hæ ástin.Það er freistandi tilhugsun að láta sig fljóta með höfrung/i/um.Finn alveg fyrir frið og gleði við tilhugsunina.
Solla Guðjóns, 16.5.2007 kl. 08:17
kveikjum á kerti og biðjum fyrir Sigrúnu okkarhttp://dufa65.blog.is/
Solla Guðjóns, 16.5.2007 kl. 14:28
http://dufa65.blog.is/blog/dufa65/entry/211395/
Solla Guðjóns, 16.5.2007 kl. 14:32
Takk fyrir svarið, það er fínt að hafa þig sem bloggvin, þú skrifar, frábærar færslur og svo finnst mér myndirnar þínar flottar.
Kveðjur í sólina, til þín og þinna.
Sóldís
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 16.5.2007 kl. 18:13
Ohhh, ég finn þjáningu þína í múslímakonuhlutverkinu

Aircon og vaxræmur er möst!!
Knúts smúts til þín sætust
Elín Björk, 16.5.2007 kl. 22:05
Mig langar svo að vita hvað 40 stiga hiti er á Farhenheit því ég lenti eitt sinn í hitabylgju í USA hitinn fór upp í 110 stig á Farhenheit sem ég held að séu tæp 50 stig á Celsíus er samt ekki viss.
Svava frá Strandbergi , 16.5.2007 kl. 22:36
Elsku Zordis. Mjúk og heit, sveitt og þreytt. Sofandi, í skikkju ei hyljandi, andandi, hugsandi, verandi, lifandi. Það ert þú. Hugsandi um jökulbreiður og kalda sól í blárri heiði. Hamraborgin og allt það.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.5.2007 kl. 23:23
Þórdís, verð samt að segja að eins gaman og það er að vera bloggvinur þinn hér, sakna ég pínulítið innskota þinna á "venjulega" bloggið mitt
Þú ert, vægast sagt, flavour
Lilja Haralds (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 02:58
Im bösted ...... Mi Amor, nunca jamás te decepcionaré, mi bonita Lilja
Guðný ég er að kanna þetta með farenheitin, ekki alveg viss en það hljóta að vera u 100 á farenheit! ..... Væri alveg til í að vera í Hamraborginni og ganga um Kópavoginn í stað hitans sem er yfirvofandi og hitta þig Guðný Anna og fá smá sálgreiningu
... nei aðallega hitta þig 
www.zordis.com, 17.5.2007 kl. 07:25
Knús til þín úr rigningar sudda og roki þar sem er aðeins draumur um sumarhita og sól.
Vatnsberi Margrét, 17.5.2007 kl. 15:34
Einn af draumum mínum er að kynnast höfrungi og synda með honum. Hvorki höfrungar né haf við fótmál mitt svo ég ætla heim og smúla blómin og mínar fögru tær! Ertu kleppari? Eða bara tilgerð?
Hrólfur Guðmundsson, 19.5.2007 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.