17.5.2007 | 19:31
Þegar hluti fer koma tár söknuðar ....
Ilmurinn í loftinu eru lótusblóm, búkur minn hefur víst ekkert með þennan ljúfa ósýnilega ástargaldur að gera! Minn líkami er nokkuð sprækur þrátt fyrir eitt og annað.
Eftir aðgerð sem ég fór í í dag er ég aldrei flottari, fór í verslunarferð (sem ég elska ekki) með börnum mínum og var farin að vera dofin í höfðinu, hugsaði ekki skýrt sökum verkja en lét mig hafa það.
Ég mátti ekki neita neins næstu tvær klukkustundirnar, hvorki verkjastillandi né annara efna! Það þýddi víst lítið nema að halda úti fyrirframákveðnu prógrammi því eins og máltækið segir;
Ef engin er lausnin því að kvarta. Ef lausnin er fundin þá þarftu ekki að kvarta
Eitthvað er skilningur þessa "japanska" málsháttar farin að velkjast í höfðinu á mér en einn sá allra flottasti. Sá málsháttir er snertir eigin vitund í andrá kvartsins.
Til hvers er ég að kvarta og yfir hverju
Eintóm hamingja þótt svitamerki svífi undan handarkrika og ég segi ekki hvaðan ....... Já, það er enginn líkamshluti undanskilinn tilveru sinni þegar að lyktnæmi frúarinnar ræðir.
Ég skal bara segja ykkur sem satt er að Frúin heyrir grasið gróa og hefur lyktarskyn sem þunguð kona. Finn ilm og óþef í mílu fjarlægð, finn framtíðina skella í andlitið á mér nú þegar.

Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Guðmundur, æj .... helv. tönnin að ná ekki að lagi, það var sprunga í rótinni sem aldrei hefði gefið mér frið! Mín ekta sænska tönnsla gefur mér góð ráð og það að draga tönn er það síðasta í stöðunni ..... Ég er heil og búin að fá mér verkjalyf .... loksins! Öll að lifna við, öll að verða söm að fráskildri eðaltönn
www.zordis.com, 17.5.2007 kl. 20:17
Ég rígheld í barnið í mér og vona að allavega eitthvað af loforðunum standist. Sóldís
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 17.5.2007 kl. 21:34
Sóldís, sonur minn kom með mér til tannsa og var ferkar áhugasamur, fékk að vera inni og lá við að hann tók um verkfæri tönnslunnar .... Jamm, hann fékk þær útskýringar að ef hann burstaði ekki þá væri hann ekki í góðum málum! Blessað barnið . . .
www.zordis.com, 17.5.2007 kl. 21:58
Áts ... ekki gott!! Æðisleg mynd af þér! Þúrtsosæt!!
Hugarfluga, 17.5.2007 kl. 22:12
Þetta er svo skáldlegt hjá þér ímyndunaraflið er á tæru, þrátt fyrir tannarmissinn. Ég var að horfa á, "Desparate housewifes" og þar var sko meira en einnar tannar saknað, en það var langt frá því að vera eins rómantískt og þitt mál.Fín færsla og heit og þér lík.
Sóldís
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 17.5.2007 kl. 22:23
Æi Vonandi batnar sem fyrst elsku bloggvinkona og farðu vel með þig.
Kristín Katla Árnadóttir, 18.5.2007 kl. 09:39
Knús til þín mín kæra
Ætlar kúturinn þá að verða tannlæknir eftir þessa heimsókn
Vatnsberi Margrét, 18.5.2007 kl. 11:40
Knús á þig -þú fallega kona
bara Maja..., 18.5.2007 kl. 13:40
ég æli galli...
Hrólfur Guðmundsson, 19.5.2007 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.