Bráðum koma ......

Alltaf jafn bráðlát .... Hugsandi nokkra mánuði fram í tímann, raulandi um jólköttinn og börnin sem eru svo uppstríluð og flott!  Rauður flauelskjóll á dömuna og kjóll og hvítt á drenginn.

Annars er ég svo vakandi að annað væru fréttir norður á Dalvík var að gera Doldið með nýmalað kaffi mér við hlið að leika mér á veraldarvefnum.  Ákvað að gera það frekar en að mála, frekar en allt annað í heiminum.

Á mér lítið leyndarmál og fékk ektamanninn til að samþykkja uppátektir mínar í svefnrofa sínum.  Hann verður hissa að vakna og fá fréttirnar sem þó eru ekki fréttir ..... í raun Gráðugur

Ég er glöð innra með mér, sæl með að hafa komist heil í Spánarlandið þar sem hitinn er frekar mikill og enginn ferskur vindur eins og gylltar strendur Brazil buðu uppá.  Gaman að koma heim og hitta litla bróðir og hans unnustu en þau fóru daginn eftir okkar heimkomu.  Spurning hvenær hinn bróðirinn minn kíki við en það er alltaf gaman að fá góða í heimsókn.

Sigrún The kom í júní og áttum við saman stuttann tíma

Sigrún mín kemur í ágúst

Lísa mín kemur í haust ????

Ollasak kemur með henni, er þakki ?????

Gamli saumaklúbburinn minn kemur líka

Mamma og pabbi koma í sept/okt

Fríða frænka kemur kanski í haust

Og vonandi sem flestir bara því það er svo ofurgaman að fljúga .... alveg satt!

Læt þetta kattarmal mitt hér við sitja, er komin með dagsetningu á sýninguna mína.  Veit ekki hvort hún sé vel tímasett en það kemur þá bara í ljós eða til myrkurs......hux sennilega ekki réttur tími en hvað er rétt og hvað er rangt ?

Ég hlakka svooo til!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæ káta kona....það er aldrei eins gott að fá karlin til að samþykkja hvaða uppá tæki sem er og í svefnrofanum

Solla Guðjóns, 10.7.2006 kl. 12:33

2 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Fínt að fá smþykki fyrir hlutunum :) Líst vel á komandi sýningu, þetta hlýtur að vera mjög spennandi :)

Vatnsberi Margrét, 10.7.2006 kl. 16:26

3 Smámynd: Elín Björk

Heldurðu að ektamakinn muni hvað þú fékkst hann til að samþykkja?

Annars finnst mér nýju myndirnar (sem ég á reyndar enn eftir að sjá læf) alveg frábærar og "Stelpuást" er alveg klikkuð mynd, er hún til sölu?

Elín Björk, 10.7.2006 kl. 19:57

4 Smámynd: Elín Björk

P.S. Ég gat ekki lagt það á nokkurn mann að fara með börnin mín út úr húsi í kvöld, þvílík skrímsli hafa held ég bara aldrei verið uppi áður, vonandi verða þeir stilltari á morgun, allavega mun ég hafa þá ósk í bænum mínum í kvöld.....mig langar neflilega að sjá myndirnar læf!!

Elín Björk, 10.7.2006 kl. 20:01

5 Smámynd: www.zordis.com

Tilhlökkun er yndisleg Sigrún og ekki laust við að það verði gaman hjá okkur. Með eða án skotanna. Efast ekki um hvað það verður gaman því við erum svoooo skemmtilegar ;)

LÍSA um jólin .... tala við þig um þetta!

Elín já það er alltaf meira gaman að sjá hlutina læf ekki laust við það og skrímsli eru ljúf þegar þau eru ein og sér langt í burtu frá okkur viðkvæmu sálum. Samt yndislegt að knúsa þau!

Heima er best og ég er rosalega fegin að vera komin, þótt ég sé búin að vera með höfuðverk, íllt og flökurt og alles en svona er lífið. Ekki allt eftir pöntun þótt flest sé nú eins og maður vill hafa það.

Knús til ykkar stelpur ..... væri nú gaman að fá einn pung til að rífa upp kommentin hérna! Áfram Súperman ......

www.zordis.com, 11.7.2006 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband