18.5.2007 | 15:44
Draumfarir ... Samfarir ... Hamfarir ...
Auðmjúkt andlit leit undan sterku augnráði viðmælandans og hélt sínu striki. Í léttum bómullarkjól í andvara stóð stúlkan með bastkörfuna .... Í körfuna týnir hún litla steina sem hafa fallegar minningar um lífið sem hún efur stigið, berfætt og sæl.
Með hælsæri, með blöðrur undir il og særindi allskyns en lífsgangan heldur stöðugt áfram, með þér eða án þín. Styrkur og veruleiki hvers og eins er sá bjarmi er lífsorkan gaf okkur í hjartastað!
Í sálarangist upplifum við aðstæður hvert á okkar einlæga hátt! Í dag missi ég mig og elska þig á þann eina háttinn er tendrar líf þitt þeim gæðum er þú aðeins þorðir að vona. Á morgun segi ég þér hvað þú er lítils megnugur og máttur þinn þver fyrir ljótleika augna minna.
Í draumi sjáum við himinn og heim hvolfa sér inn í hvort annað, hljóð að morgni, hljóð að kvöldi.
Varir þínar, sem eldheitur rósaknúbbur, vangi þinn sem yndisblíð vera mín án viðveru nokkurrar. Undursamleg tilvera þín er styrkur minn og trú. Fagra meyja, er kominn tími til að deyja?
Stollt faðma huga þinn, á þvælingi milli tveggja stjarna .... hvar ertu eilífa ást? Hvert hefur þú haldið? Öld eftir öld leita ég þín og bið ljóssins eina.
Á göngu með bastkörfu safnar stúlkan minningum liðinna tíma. Ein ögn af Þingvallarvatni hvílir í körfunni og allt það líf sem hefur farið um áru umhverfis þess.
svo koll af kolli ...
Líf í lífi, ást í ást, dauði í dauða.
Depurð er falleg tilfinning snertingar við eigið sjálf.


Endalaust líf, án orða, hver er sú tilfinning er réttlætir unað líðandi stundar, hver þerrar tár er tindrar niður vanga, hver er sársauki líðandi stundar, gleðin og hvar erum við ...
Bros bræðir hjarta
Stilkur þinn, minn styrkur og trú
stolltur faðmar hugur minn, huga þinn.
Í heimi tveggja þar sem ástin dormar
Líf, háð sólargeisla að morgni
tunglskini að kvöldi
orðum heitra vara
elska ofin vafningsvið
umlykur líkama
líf án dauða
Ég gef þér bros eins fallegt og mér er unnt
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Ég vil ekki að þetta endi..vil lesa meira og heyra meira og fá að sjá meira. Þegar eitthvað gott rekur á fjörurnar vill maður helst ekki sleppa. Hungrið og þorstinn orðinn svo mikill eftir svona tindrandi innsæi og einlægni?
Ég brosi á móti... Zordís
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.5.2007 kl. 17:39
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.5.2007 kl. 20:04
Zordis. Ég er fífl. Ég er hálfviti. Ég er aumingi.
En ég er ekki versta ljóðskáld í heimi eins og þú!
Þetta ljóð er andlegur niðurgangur sem er haldið uppi á væmri tilfinningargreddu úr stelpu sem er í mesta lagi 16 ára, andlega.
Þetta er svo lélegt ljóð, allar myndlíkingar, samlíkingar, allt myndbálið og stafsetning, svo lélegt, svo stolið, svo úrelt, svo löngu, löngu orðið tilgerðarlegt og banatl!
Hættu að niðurlægja þig og Korntoppinn unnusta þinn og hættu að skrifa.
Þú verður hamingjusamari fyrir vikið.
Hrólfur Guðmundsson, 18.5.2007 kl. 20:15
Takk elskurnar mínar! Og ekki síst Hrólfi fyrir að opinbera sig í hans eigin orðum!
Í hverju hjarta býr leyndardómur og ef orðkurl er álitið ljóðbrot þá er það í huga þess er les!
Hróflur .... Ég fæ sterka móðurtilfinningu þegar ég les ást þína til mín!
Ég veit ekki hvort ég eigi að gefa fíflinu meiri tíma en myndarlegri svein hef ég varla augum litið ...... ungur sveinn, tæplega hreinn ... hvorki í sál né sinni ....
Katrín .... Ég er svo innanglöð að eiga þig að.
Arna .... njóttu barnlausu helgarinnar.
Gurrí .... Himnaríki er staður sem ég verð að sækja heim ..... innan tíðar!
www.zordis.com, 18.5.2007 kl. 21:40
Guðmundur .... þú ert ljós lífsins og þú ert bloggvinur í sönnu hjarta!
Er kakókvöld eða er Grandkvöld í kvöld?
www.zordis.com, 18.5.2007 kl. 21:42
Dásemd á góðu kvöldi Guðmundur ..... vona að þið hjónakorn eigið yndi í kvöld!
Malika .... velkomin í bloggvinahópinn!
www.zordis.com, 18.5.2007 kl. 21:49
Hæ Zordís og takk fyrir línurnar þínar, það er svo margt sem kemur á óvart eins og; Depurð er hamingja, takk fyrir þetta góða veganesti og myndin sem fylgir með er heillandi.
Hver er Hrólfur Guðmundsson? Mikið er ég fegin að ég á hann ekki að bloggvini.
Bestu þakkir fyrir innlitið.
Sóldís
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 18.5.2007 kl. 22:26
flottar myndir og góða helgi
Ólafur fannberg, 18.5.2007 kl. 22:34
Hæ ástin. Mér leist vel á yfirskriftina á færslunni þinni og vakti hún forvitni og ekki varð ég fyrir vonbrygðum er ég fór að lesa.Alltaf gaman og hressandi og kvetjandi ég les nú líka stundum eitt og annað spaug svona á milli lína eins og maður segir því ég þekki svoldið til þín.Takk fyrir að vera þú

Sumir mega nú alveg missa sig og svo bara missa sín og skammat sín.....en sumum var ekki hægt að kenna það,efast ekki um að einhverstaðar er móðir sem syrgir að hafa fætt af sér rudda sem gat ekki lært mannasiði.
Ólíkt þér þá eyddi ég smá tíma í að kanna síðu eina og komment og suma sem þar kommentuðu.
Þarna er sér þjóðflokkur á ferð.Þjóðflokkur sem ég vil ekki tilheyra.Og mun ég verja tíma tímum í annað og heibrygðara og betra en svona lágkúru.
GO GIRL.Elska þig ljúfust.
bababbarababbbaraba

Solla Guðjóns, 19.5.2007 kl. 01:19
Og þennan Hrólf vantar greinilega knús. Eða eitthvað. Vil helst ekki hugsa um það.
Bygons
Lilja Haralds (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 02:39
Hvað er Bygons? Kerlingalíngó?
Hrólfur Guðmundsson, 19.5.2007 kl. 12:04
Hrólfur veistu að nú hefur þú ratað á réttan stað kallinn minn. Eins og svona skrif fara í þínar fínu og elskulegu taugar..eins mikið þarftu á þeim að halda. Og þess vegna kemur þú aftur og aftur..hlýðir kalli þíns þjáða hjarta sem er að leita eftir ljósi.
Og þú ert svo sannarlega að rata rétta leið og það er bara gleðilegt.
Vertu ávallt velkominn kerlíngalínglóið!
Smjúts!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.5.2007 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.