19.5.2007 | 08:02
Litlir kassar, sementskassar, kristalflöskur og kampavín .....
Brakandi blíða er fyrir utan sementskassann og ég heyri í fallegum fuglasöng og Nintendo tölvu unglingsins. Ótrúlegt hvað friðnum er spillt með tækninni! Með ígrundaðri hlustun heyri ég bara fuglasönginn sem veitir jákvæða orku í hug og þann heim sem ég tek mér fyrir hendur í dag.
Skemmtilegur hádegisverðarfundur með starfsfélögum verður haldinn í höllinni í dag. Vissulega verður skrafað og skemmt sér fram eftir degi. Veitingarstaðurinn er gegnt leikvelli þar sem börnin geta sprett úr spori og leikið sér e. matinn.
Tilveran er í senn skemmtileg og krefjandi. Hún er hvetjandi við breytingar er færir mann ofar í klifrinu. Við erum svo leitandi, alltaf að finna nýjan pól, gera nýja hluti og koma nýjum hugmyndum á framfæri.
Nægjusemi, þolinimæði og manns eigin brjál eiga eftir að gera daginn ljúfan og skemmtilegan í faðmi fólks af ólíkum toga. Í dag fæ ég vonandi fregnir sem ég hef beðið, þær einu sem eiga eftir að bæta tilveruna til muna.
Hawai rósin blómstrar í portinu mínu og sólin hamrar á stofuglugganum, heimtar inngöngu, vill vera hluti af heildinni. Það er engu líkarar en eitthvað æðra kitli sálarspegilinn, eitthvað svo miklu meira. Spennandi tilvera sem boðar komu sína .....
Dugnaður er vinnugallinn minn í dag, hver veit nema að eitthvað yndislegt fæðist, líti dagsins ljós, hver veit? Kanski ég smelli mér í letigallann og sötri kampavín í allan dag, sjálfri mér og öðrum til mismikillar haminigju.
Hver veit hvað verður
Dagurinn í dag, þú og ég!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Góðan daginn, Zordis. Tilveran getur verið býsna skemmtileg og um að gera að njóta hennar. Ég sé á blogginu þínu að það er einmitt það sem þú ætlar að gera. Þér tekst á einhvern dularfullan hátt að koma jákvæðu hlutunum til skila, vonandi færð þú jákvæðar fréttir svo að þín tilvera verði enn betri. Eigðu sem bestan og ljúfastan dag. Sóldís
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 19.5.2007 kl. 09:53
Bloggið þitt eru þau tilgerðarlegustu skrif sem ég hef lesið. Ég held að líf þitt sé leiðinlegt og innantómt en þú vonir að það verði betra.
Þú ert óhamingjusamari en mamma!
Hrólfur Guðmundsson, 19.5.2007 kl. 10:57
Ég vona að þú fáir þessar fregnir sem þú hefur beðið eftir og munu bæta líf þitt ... en á meðan finnst mér þú góðum degi hjá þér ... yndisfagurt og æðislegt. Hér á Akureyri er blautt - rigningin er jú blaut - en þegar maður er latur inni (en samt ekki alveg latur!) þá er fegurð veðursins fólgin í því að viðurkenna að fagrir hlutir þurfa ekki endilega alltaf að vera bjartir, heldur geta skýin þungu yfir firðinum verið svo tignarleg og flott ...
... hvað er betra en að vera á slopp í íbúðinni á laugardegi, og engar áhyggjur - bara gaman?
Knús til þín, dúlludúlla og eigðu yndislegan dag, af því að þú ert svo yndisleg.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 11:18
Hæ ást og hamingja.Hér er alltaf eitthvað fyrir alla konur og kalla,krakka með hár og kalla með skalla...
Eigðu góðan dag
Solla Guðjóns, 19.5.2007 kl. 11:21
Sóldís ... takk fyrir komuna og af tvennu vel ég jákvæða pól því nægt er úrvalið af leiðindapúkum og nei persónum sem eru eins og .....
Arna ég ætla að njóta dagsins eins og hægt er ... Brosa hringinn af háði heims og þeirra sem sigla undir í baráttu gleðiormsins ...
www.zordis.com, 19.5.2007 kl. 11:22
Elsku Zordís það er alltaf gaman lesa bloggið þitt eigðu góðan dag.
Kristín Katla Árnadóttir, 19.5.2007 kl. 11:24
Já þetta er ágætis dagur bara. Hressandi rigning og allt hundblautt. Hænan líka og neitar að fara undir þvottabalann sem ég setti á hvolf handa henni.
gerður rósa gunnarsdóttir, 19.5.2007 kl. 11:47
Mér verður óglatt yfir þér.!
Hrólfur Guðmundsson, 19.5.2007 kl. 12:02
Ég sker mig á púls yfir ykkur kleppurnum!
Hrólfur Guðmundsson, 19.5.2007 kl. 12:20
Ætla bara að skrifa að ég ætla ekki að skrifa....það gæti orðið eitthvað sem er ekki prenthæft.
Knús á þig
Solla Guðjóns, 19.5.2007 kl. 13:31
Sko kemur hin kvalda sál enn og aftur og leitar í ljósið sem hér skín...sumir fá bara ekki nóg eftir langan og dimman vetur. Zordís..ég sit hér með marglita putta og hef dugnaðardag..aldrei að vita hvað fæðist á svona sólríkum degi? Hugurinn hvarflar þó að glettilega glöðu rauðvíni svona með kvöldinu ef afraskturinn býður upp á smá verðlaun. Knús.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.5.2007 kl. 14:05
Elsku vinir við skulum fagna í takt! Megi dagurinn verða okkur öllum yndi á örlátum degi!
www.zordis.com, 19.5.2007 kl. 15:21
Risafaðmlag til þín fyrir að vera nákvæmlega eins og þú ert.
Hugarfluga, 19.5.2007 kl. 17:54
Þið eruð KLIKKUÐ! KLIKKUÐ! eða á rosalega sterku E-i!!!!!
Hrólfur Guðmundsson, 19.5.2007 kl. 18:15
Eitt enn...myndin er yndi!!!
Eigðu frábært kvöld skvísa mín.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.5.2007 kl. 19:11
Guðmundur, takk fyrir þetta eðalkampavín, Ég sendi fluvunni hjúts faðm og Katrín þú færð kvöldilm af lótusblómum í fangið og Hróflur ég gef þér dreggjarnar af Kampavðini Guðmundar!
Megi Guð vera virkur hluti í hjartastöð ykkar því lífið er leikur sem ljúft er að una!
www.zordis.com, 19.5.2007 kl. 19:24
Takk fyrir vínið. Þú ert dásamlega umburðalynd. Færð mig næstum til að klökna. Biðst afsökunar á ummælum mínum áður. Hafðu það sem allra best, alltaf.
Hrólfur Guðmundsson, 19.5.2007 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.