19.5.2007 | 20:12
Rosalega skemmtilegur dagur ....
Nær svo sem ekkert lengra en að dagurinn varð yndislegur í alla staði.
Gústa vinkona kom í fordrykk heim til mín áður en við rölltum í höllina sem er veitingarstaðurinn sem við héldum til. Við fengum okkur sitt hvort léttvínsglasið og héldum spenntar af stað, á vit ævintýra!
Þegar komið var í höllina biðu okkar starfsfélagar og makar þeirra sem og börn. Dagurinn heppnaðist rosalega vel og við náðum að kynnast og kynna makana okkar fyrir mökum og njóta hvor annars. Það skemmtilega er kanski einn sérstakur fundur sem er framundan og verður haldinn e. 2 vikur ef allt er að virka vel, sen skildi ....... Ef allar verða búnar að hanna brúðurnar sem okkur var falið að gera þá er málið augljóst !
Hér til hliðar eru 3 teg. af brúðum sem ég gerði og hef ég tileinkað einni brúðu til ákveðins aðdáenda sem hefur nýverið kikkað á bloggið mitt meir en góðu hófi gegnir .....
Brúðan hans er af þeim eina lit er sjálf hans sækir í og eru galdrar mismunandi!
Hvert er svo spellið, af hverju læt ég mér málið varða, af hverju? Vegna þess að við erum öll, hvert og eitt yndislegir einstaklingar er fljótum saman í lífinu.
Spellið er ástin sem á eftir að líta dagsins ljós ...... þegar að fullnægjandi þroska er náð!
Gangi þér allt í hag kæri vinur, þú litli óvinur, hið smáa ekkert!
Það má með sanni segja að fegurðin er eins afstæð og auga ber vitni. Fegurð ... fegurð ... fegurð, sú er við búum yfir. Galdur meistarans, kallaði yfir þig bros og hamingju sem þú getur kallað hatur og hörmung. Tilfinning er hefur tíma og tákn í eilífð þess sjálfs er ræðir.
Takmörk, andakt látlaus tími er við gefum hvort öðru, skref er tekin eru þrungin ást, hamingju, kvíða, hatri, hörmung ..........
Hvatning þess er leiðir ..................................
Skref, gerandans þess harmslegna sem ert þú. Skref þess glaða sem ert þú, 2 ólíkar persónur sem eiga við ólíkan lífspunkt að glíma, tveir heimar er búa við hita, við kulda, búa við ......
Dagurinn var yndi á þokkalega heitum degi, er segir sögu sína á næsta þingi skrafs og skyldu. Það er svo margt yndislegt sem hægt er að deila og svo marg sem við viljum alls ekki deila með neinum ......... Lífið er yndislegt og þú ert hluti af því, góður, slæmur eða venjulegur þræll þess er telst að vera. Lífið er það sem þú kýst að það sé. gott gott gott gott .... kanski er lífið gott
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:39 | Facebook
Athugasemdir
Nútímavúdu þar sem maður segir sjálfan sig til fjandans eða í englaskara. Krafturinn býr í manns eigin huga og eigin hjarta. Spurningin er hvert viltu að ferðinni sé heitið og hvernig velurðu skrefið og svo skrefin. Í upphafi að sjá fyrir sér endastöðina og læra á leiðinni hvað er hvað og gera þær stillingar sem þarf. Þurrka af rúðunni þegar maður flýgur í gegnum flugnager og njóta ústsýnisins þegar það er og leggja á minnið hvers vegna akkúrat þessi endastöð varð fyrir valinu. Rkki stinga í sig prjóni þegar líka er hægt að baða sig í liljum vallarins. Val.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.5.2007 kl. 20:39
Yndislegt val aðstæðna sem tökum og fók felur okkur í hjartastað! Ég vil fara ljósu leiðina og veit það að nálgast birtuna koma brigði skuggans inn .... Fjallið elskar skuggann og nýtur birtunnar með þeirrii einu ást er honum er auðið!
www.zordis.com, 19.5.2007 kl. 20:44
Vaaá, Zordis, þvílíkar brúður, ég er hreint ekki frá því að ég vildi gjarnan hafa þennan hæfileika, að gera bara brúðu eftir eigin höfði og útkljá mál, góð eða eitthvað annað. Að vanda flott hjá þér og listrænt. Takk fyrir innlitið, þú ert svo velkomin, alltaf. Það birtir upp þegar þú mætir á svæðið, eitthvað sem fylgir þér.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 19.5.2007 kl. 20:46
www.zordis.com, 19.5.2007 kl. 21:02
flottar brúður, og eins og alltaf fallegur texti, sem lætur mann svífa inn í myndheim, með orðum
ljós til þín og aðdáandans
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.5.2007 kl. 22:07
bara vúdu i gangi
fjör..
Ólafur fannberg, 19.5.2007 kl. 22:31
Vúdúarnir virðast hafa haft áhrif.
Knús lævísa mús

Solla Guðjóns, 19.5.2007 kl. 23:03
Höllina?! Ég er búin að staðsetja þig á himnaríki með hinum englunum...
Heiða Þórðar, 20.5.2007 kl. 00:13
Sniðugar brúður, ertu farin að iðka Vúdú?
Svava frá Strandbergi , 20.5.2007 kl. 02:02
Skemmtilegar brúður en þú ert frábær eins og Vant er knús til þín.
Kristín Katla Árnadóttir, 20.5.2007 kl. 12:09
Flottar brúður og falleg orð.
Knús til þín
Vatnsberi Margrét, 20.5.2007 kl. 13:40
Kærar kveðjur til þín, elsku krútt. Flottar brúður!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.5.2007 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.