... sæludagur ...

Heill sunnudagur að líða í gegn um okkur, fallegur dagur sem Ramon fjölskyldan upplifði!

Frúin á bænum var árrisul og nældi sér í vænan skammt af C Vítamíni, tók morgunsturtuna og tók til sparifötin þar sem fjölskyldan gekk í góða veðrinu í kirkju bæjarins!  Í dag 20 mai eiga tengdó 44 ára brúðkaupsafmæli, sem er fögnuður og okkur var boðið í fermingju hjá kunningjafólki.

 

jesus

 

Það var troðfullt út úr dyrum og mikil molla var inni þar sem fólk sat og stóð út um alla kirkju!  Athöfnin var falleg og ljúf og virkilega gott að koma í krikju eftir nokkuð langa pásu í sókninni.  Eftir athöfn var haldið heim til fermingarbarnsins, undurfalleg stúlka og ánægjan leyndi sér ekki hjá snótinni. 

 

baldursbrá

 

Yndislegur dagur, skemmtileg veisla og ánægð fermingarstúlka sem fer til hvílu í kvöld. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Nýkreistur appelsínusafi er allt of góður til að neita hans ekki .....  Hins vegar er ég meira fyrir ananas safann en í morgun var það miss orange

www.zordis.com, 20.5.2007 kl. 20:41

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Til lukku með þennan góða dag!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.5.2007 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband