22.5.2007 | 18:02
Mig langar, mig langar, ég hlakka svo til .....
... auðvitað langar mig og hlakkar til, en hvað er það sem konu getur langað svona óskaplega til ???
Æj, veit ekki. Ég þarf að fara til tönnslu aftur en tannúrtakan er að draga dilk á eftir sér .... virðist vera sem leiðindabrot hafi orðið eftir sem pirrar mig.
Dóttir mín datt í skólanum í dag og er komin með gifs á hægri hönd. Hún brotnaði ekki en læknirinn á bráðamóttökunni vildi gifsa hana.
Sonur minn er nýkomin úr heftistöku (fékk 2 undir hökuna) KRÆST ..... Það jafnaðist á við tvöfaldan airobikk tíma hjá hjónakornunum .... allir sveittir og sá "hefti" öskrandi brjálaður af ótta við sársaukann.
Pirr pirr hefur kúrt yfir hausamótum mínum eins og fegursta kóróna. Pirr pirr er ekki paradís né eyja í karabíska hafinu heldur tilfinning sem læðist aftan að konu sem veit ekki betur.

Kanski tími sé kominn til að vakna upp af svefni þyrnirósar, þar sem þyrnið gerir hóf sitt hátt og svefn alheims heldur sínu striki. Fyrr en varir náum við ekki að opna augu okkar, náum ekki að sjá hið rétta fyrir þyrnirunnanum er heldur okkur föngnum í verndaðri tilveru!
Ég hef þó ríka, ríka ástæðu til að gleðjast. Svo ríka að pirr pirr er orðið að rík rík tilfinning. Hverjum get ég þakkað þessa ánægju? Jú, bloggvinkonu minni Katrínu ...... Takk og Ástarþakkir, ég verð sæl þegar ég næ í pakkann minn, á morgun þegar póststofan opnar á ný!

Ég er hamingjusöm yfir því að vera mennsk, þakka fyrir að vera ófullkomin, geta skipt um skoðun. Fundist blátt fallegt í dag og rautt á morgun. Ég er þakklát fyrir að í dag gleðst ég yfir brosi en á morgun yfir hamingju þinni. Ég er þakklát fyrst og fremst fyrir að hafa fengið tækifæri að vera.
Katrín ..... án orða með hjartað á réttum stað segi ég takk, hlakka til á morgun, hlakka svo til!
Flokkur: Menning og listir | Breytt 24.5.2007 kl. 19:33 | Facebook
Athugasemdir
Hafðu það gott kæra vinkona.
Svava frá Strandbergi , 22.5.2007 kl. 19:22
Knús til þín sæta vinkona
Þriðjudagur sem þarf að þrælast í gegn um... ekki gott! Vona að heimanámið hafi gengið nokkuð áfallalaust fyrir sig, finnst eiginlega nóg komið á einum degi... saumataka, gifs og tannbrotspína! Faðmlag til þín fyrir kvöldið 
Elín Björk, 22.5.2007 kl. 19:52
Sumir dagar eru verri en aðrir, úff. En sem betur fer hefur þú ástæðu til að gleðjast og það er frábært. Að eiga von um eitthvað gott, er svo heilnæmt fyrir hjartað, en annars er þitt örugglega á réttum stað.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 22.5.2007 kl. 20:02
Æjjj frábært, ómetanlegt að eiga svona góða vini sem lyfta manni upp þegar pirrið nær tökum á manni
Gerða Kristjáns, 22.5.2007 kl. 21:43
Flottasta myndin hennar Katrínar, ekki spurning. Knús!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.5.2007 kl. 21:55
Æi þú ert yndisleg elsku Zordís mín veri allir englar hjá þér og þínum.
Kristín Katla Árnadóttir, 22.5.2007 kl. 23:14
Þú ert bara yndisleg, að geta breytt pirr pirr í ríka gleði er alveg einstakt
bara Maja..., 23.5.2007 kl. 09:49
gott að eiga góða vini, best að skipta um skoðun, það er nefnilega þroski að finnast eitt í dag og annað á morgun, því þá flytur maður fjöll.
þetta litla mannfólk getur gert mann gráhærðan, minn litli sem er orðin 22 ára, fór á slysaarðsstofuna til að fá sauma og láta taka sauma, fá sauma og láta taka sauma, fá sauma og láta taka sauma. en núna sem fullorðin og dásamlegur er hann hættur að detta.nema að detta á annan hátt.
l
Ljós til þín frá mér
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.5.2007 kl. 14:37
Æ eru nú sálarsysturnar loksins að verða komnar heim??? Þær eru búnar að vera svolítið lengi á ferðinni og eru örugglega jafnspenntar að sjá þig Zordís mín. Veistu hvað gleður mig mest??
Að vera gleðigjafi þinn..og minn og bara þeirra sem verða á vegi mínum er besta hlutverkið sem maður getur leikið hér á jörðinni. Það er eitthvað svo gott að taka við svona miklu þakklæti eins og frá þér og Guðmundi búdda...það gleður mitt litla hjarta svo mikið. Takk takk!!!
Knús
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.5.2007 kl. 16:05
Kveðja frá mér. Og fyrirgefðu böggið um daginn. En núna er ég farinn fyrir fullt og allt. Fingurkoss - meira get ég ekki gefið.
Hrólfur Guðmundsson, 23.5.2007 kl. 18:27
Ég tek ofan fyrir Hrólfi.
Eitt það besta við lífið er að geta og mega skipta um skoðun.
Sýnist eitthvað Gerðahverfisástan á bænum þínum.Vona að öllum batni fljótt.
Falleg myndin hennar Katrínar
Knús á familíuna.
Solla Guðjóns, 23.5.2007 kl. 19:32
En Zordis .. elskulega Zordis ... maður segir ÉG hlakka til ... ÉG hlakka til. Það kremur mitt loðna hjarta að sjá MIG-ið utan í ÉG-ið. Lovjú.
Hugarfluga, 24.5.2007 kl. 18:48
Voðalegt apaprik get ég verið ... ég er eiginlega hálfkramin að hafa gert þessi villu. Hvernig má þetta hafa gerst! Ég reyni yfirleitt að vanda mig en þarna brást mér bogalistin. Ég breyti þessu STRAX og afsaka blítt þessa ljótu yfirsjón!
www.zordis.com, 24.5.2007 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.