Hrollkallt að vaða í flæðarmálinu .....

Klárlega er allt gott sem gerir gott, líka það sem er ekki svo gott en við lærum að meta.  

Hugurinn er tómur og það er ekkert sem poppar upp, ekkert sem er minnisvert né merkilegt.  Kanski er maður bara svona leiðinlegur, svo takmarkaður í sjálfum sér að ekkert kemur til.

Sorglegar fréttir bárust mér undir kvöldið og ekkert hægt að gera í stöðunni.  Lífið kemur og fer og þeir sem eftir sitja eiga oft bágt og erfitt um stund.  Það er fátt jákvætt sem kemur í hugann þegar aðrir eiga um sárt að binda.

Sjálfshuggun kemur engum til góða því lífið er raunverulegt, blákallt og hrjúft við þá sem taka sporin.  Vindur blæs jafnt um höfuð allra og blóð rennur jafn rautt í æðum allra.  

Við erum öll sem eitt peð í heimi sem stendur öllum opinn.  Skeiðin sem við fæðumst með í munni er misjöfn og segir ekki allt um gæði þeirra sem heima sitja.

Depurð sem ekki stoppar við heldur stingur niður fæti  og skyggir á gleði er tekið hefur bólfestu í hjörtum heimamanna.  Misspennandi en alltaf áhugavert  þetta líf sem við kusum okkur.

Nú er hlýtt á Spáni, nú væri gott að vaða í flæðarmálinu í Skötubótinni ..... eða væri manni kallt?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Knús til þín dúlla.Þetta eru góð og svo sönn skrif hjá þér.

Já það er kallt í Skötubótinni núna...það er ribbalada veður með rigningu og hitastig 8.gráður...væri til í að drepa niður fæti á suðrænum slóðum.

Solla Guðjóns, 14.7.2006 kl. 09:17

2 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Er sammála orðum Sollu hér að ofan.

Knús

Vatnsberi Margrét, 14.7.2006 kl. 10:21

3 Smámynd: www.zordis.com

Takk stelpur og Fadmlag til baka elsku Lísan mín.

Lífid er yndislegt, hreint út sagt!

www.zordis.com, 14.7.2006 kl. 18:23

4 Smámynd: Elín Björk

Já það er yndislegt þó misjafnt sé. Knús til þín.

Elín Björk, 14.7.2006 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband