"Bora tám oní sand" eða "Bora sér í gegn um draslið"

Nú er komið að því ............... Fyrsta strandferðin í undirbúningi.  Finna þarf til ýmislegt stranddót, bera krem á ungviðið en fyrst af öllu koma okkur í gírinn, fá sér fyrsta kaffibollann og Kyssa strákana mína sem eiga sinn dýrðlingadag.

Santo Enrique er haldinn hátíðlegur í dag og munum við eyða deginum með fjölskyldunni þar sem við getum státað af þrem strákum er hlýða nafninu ... enrique ....  Á morgun er svo Dýrðlingadagur Carmen en hún er verndari sjómanna og má útfæra morgundag sem sjómannadag okkar Spánlendinga.  Ég státa af tveim Carmen og er stanslaus hátíð hjá okkur tvo daga í röð!

Langþráð helgi er komin "þó ekki Dr.Helgi"  væri alveg fínt að fá hann í heimsókn, fengi kanski vöðvaslakandi vegna hálsins á mér.  Vaknaði stíf, stíf, stíf í morgun og ektamaðurinn hissa að mig langaði ekki í ískalda sturtu.  Gaskúturinn var búinn og mín ekki alveg til í að brúsa yfir sig köldu vatni þótt hitinn sé allnokkur núna.  

Skildi strandferðin verða tekin, húsnæðið okkar í þokkalegri óreiðu svo ekki væri óvitlaust að láta greipar sópa.  Strandferð - Tiltekt ....... Þarf að hugsa vandlega um hvað verður oná!

 

 
...Ströndin er freistandi.... 
 
Sálin hins vegar verður hreinni með hreinu húsi.
 
Ein í vandræðum með hvað til bragðs á að taka á degi dýrðlinga sinna.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Helgar eru góðar og dr.Helgi er góður.Hef trú á að þú sért búin að bora og sért að bora..góða helgi...

Solla Guðjóns, 15.7.2006 kl. 13:00

2 Smámynd: Elín Björk

Jæja, hvað hefurðu svo borað í dag? - Mig grunar reyndar að tærnar hafi verið notaðar í verkið ;)

Til hamingju með Enrique og Enrique og svo auðvitað Enrique!

Knús frá innipúkanum sem "bara" skrapp í smá göngutúr með ættingjum um San Miguel ;)

Elín Björk, 15.7.2006 kl. 20:08

3 Smámynd: www.zordis.com

Zad var borad á báda stadi. Heimilid fékk yfirhalingu og seinnipartinn eftir Santo Enrique máltídina var haldid á ströndina. Madur verdur ad halda vid zessum café con leche lit sem staldrar ekki lengi vid .....

www.zordis.com, 16.7.2006 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband