19.7.2006 | 17:19
Sumarmyndin
Í dag tók mín af skarið og tók sumarmynd af börnunum en við höfum haft þann siðinn á síðastliðin ár að taka svipaða mynd af krökkunum og má glöggt sjá miklar breytingar.
Árín líða og spurning að taka myndir af okkur hjónum til að hafa gaman og gleði af þegar lengra líður á framtíðina. Vænlega ekkert jafn gaman þegar árin verða 60 + að skoða hvað maður var nú bráðhuggulegur í "den"
Jedúddamía verður mér á orði yfir fegurð og glæsileika húsbóndans og það sem heita aukakíló í dag verða mjúkar og fagrar línur. Best ég fari í þetta framtíðarverkefni! Mæli með því að allt sambúðarfólk geri slíkt hið sama því það er fátt skemmtilegra en að sjá breytingar milli ára, tala nú ekki um ef það eru tugir ára!
Snillingurinn sem hefur hreiðrað sig í sál minni er ekki að láta ljós sitt skína með því að birta myndina og mun ég finna "snillann" í hreiðrinu heima. Myndbyrting á zyrnirósinni síðar ......
Sólin skín í hjartastað sem utandyra, loftkælingin á fullu og vinnudagur fyrir löngu á enda. Oft er þörf en nú er nauðsyn að koma sér í faðm tengdafjölskyldu og barna!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Got innlegg í framtíðarsýnina....er voða uppfull af núinu og framtíðinni...
Solla Guðjóns, 19.7.2006 kl. 20:15
Mæli með að þú setjir inn smá seríu af dúllunum þínum...nokkur ár eða svo!
Hlakka til að sjá mynd dagsins!
Elín Björk, 19.7.2006 kl. 21:24
Vogin mín kaera, ég er ekki hissa. Zessi er málud á striga frá Grenes sem zú lést mig fá! En segdu mér frá zessu sídar!
www.zordis.com, 20.7.2006 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.