Kossar og Krossar ...

Nývöknuð að rifja upp minningar draumaheima.  Konan er slétt geggjuð enda af mannlegum verum komin.

Kossar og Krossar og Vestmannaeyjar þræddu sig inn í draumaheima, sem og Dallurinn og flugvélar.  Var hálf þreytt, ætlaði að muna helling í svefnrofanum en það er sem fyrr að draumar eru og verða draumar.  Við vöknum í lífið sem er raunverulegt og þar verður tekið á því.

Það góða við lifanda líf er að það er breytilegt og maður tekur því sem kemur eins og hverju öðru hundsbiti.  Vont en venst!

Við héldum upp á 6 ára afmæli sonarins í gær þrátt fyrir að hann verði ekki sex fyrr en 26.júlí ... þann mæta dag munum við leggja upp í ferðalag og keyra upp eftir landakortinu og eigum samfund í Danmörku.  Leiðin hefur enn ekki verið ákveðin en ýmsar hugmyndir hafa verið lagðar niður og vissulega gaman að breyta um leið þar sem þetta er ekki alveg í fyrsta skipti er stefnt er frá Allicante í att að Norup.

En afmælið var skemmtilegt fyrir drenginn og bauð hann bræðrunum þrem hér í bæ og undu þeir sér við leik á ofur fjarstýrðu mótorhjóli er hinir sömu færðu honum í tilefni dagsins.  Einverjar myndir voru teknar af viðburði og birtast þær síðar.

Þokkalegur varmi er í loftinu og má segja að leti hvíli í kroppnum .... kanski mín fái sér bara annan kaffi og rúlli upp deginum.  Spurning með Strandferð, Letidag hjá tengdó og sundferð, tiltekt heima (þarf að taka húsið í gegn þar sem ég skerpti klærnar og keypti mér enn ein sumarhúsgögnin) Elskulegur eiginmaður var bara hissa á undrinu sínu (moi) ...................  Oj  oj oj Það er bara eitt í þessu að þar sem sólþak er yfir öllu húsinu langar mig að vera með borð og stóla, meir að segja keypti ég svona rólu (æj, svona eins og er á veröndum í öllum amerískum bíómyndum) Svo þarf að koma sólbekknum upp og þá er þetta gott.  Kaupa kanski einn lítinn ísskáp fyrir kælt vatn og svollll.  Já lífið er það sem við gerum út því ....  Gott eða slæmt það eru alltaf góðar leiðir í nánd.

Ég las frábæra setningu í gærmorgun og tel ég að þessi setning hafi ratað til mín.  já, ég tel svo vera þar sem að ég upplifði ákveðinn hlut í því ljósi.  Annars ef ég skoða málið vandlega þá er ekkert atriði svo stórt að það geti fengið titilinn vandamál.  Trúi ekki á þau.  jæja mín kæru, gullsetningin stendur svo rituð hér að neðan.  Góðan Sunnudag og yndislegar stundir.

Í HVERJU VANDAMÁLI FELST DULBÚIÐ TÆKIFÆRI 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

AH eitthvað fortíðarflipp hefur lætt sér í drauminn þinn!!!

Til hamingju með strákinn þinn.....OOOOO vildi vera á þakinu hjá þér...Solla á þakinu ehe.

Hef reynt að gullsetningin er sönn.

En góða ferð upp eftir landakortinu...

Solla Guðjóns, 23.7.2006 kl. 20:03

2 Smámynd: Elín Björk

Paradísin á númer 7, bara yndislegt!

Risastórt knús til þín mín kæra! Smúúúús**

Elín Björk, 24.7.2006 kl. 20:25

3 Smámynd: www.zordis.com

takk takk lisan min ... ferdin er god og vid nalgumst eins og odar flugur!

www.zordis.com, 28.7.2006 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband